Kirkjuritið - 01.09.1953, Side 50

Kirkjuritið - 01.09.1953, Side 50
196 KIRKJURITIÐ tröppur dómkirknanna fyrirtaks leiksvið, og síðan torgið fyrir neðan. Þarna þróast smám saman leiklist, sem gat annaðhvort verið heilög þjónusta eða skemmtun fyrir fólkið, eða hvorttveggja í allsérstæðu sambandi hvað við annað. Paradís bar venjulega hæst, og þegar Guð almátt- ugur kom sjálfur við sögu, kom hann innan úr helgidóm- inum, og stundum táknaði söngur drengjakórsins innan úr kirkjunni englasöng himnanna. Það, sem gerðist á jörð- inni, var leikið á þrepunum, en einhvers staðar fyrir neðan sást gínandi gin á ægilegu skrímslishöfði, og barst þaðan hin megnasta fýla og ófögur hljóð. Þar var helvíti. Fólkið, sem horfði á leikina, fylgdist með hinni hörðu baráttu, sem máttarvöld ljóss og myrkurs háðu um mennina. Það sá píslarvottinn standast hinar hörðu raunir og hverfa inn í paradís með englum Guðs. Það sá kvalarana, sem horn- óttir púkarnir þeyttu ofan í gin skrímslisins. Það sá hvorki meira né minna en sögu heimsins, allt frá sköpuninni og til dómsdags. .Þegar á leið, fór leiktækninni undarlega mik- ið fram, og fjölbreytt tæki voru notuð, til þess að gera allt sem eðlilegast í framkvæmd. Furðulegustu hlutir áttu sér stað, án þess að áhorfendur gætu gert sér grein fyrir aðferðinni. Ekki urðu leikir þessir sneyddir gamansömum atvikum, þó að andi þeirra væri alvarlegur. Sem dæmi má nefna það, að til var leikur um Nóaflóðið, þar sem kona Nóa vill ómögulega fara inn í örkina, nema hún hafi með sér vinkonur sínar, slúðurkerlingarnar, sem hún hafði haft mest gaman af að spjalla við. Annars eru það kölski og árar hans, sem hvað eftir annað verða til athlægis, al- veg eins og í þjóðsögunum gömlu. Hann er blekktur og gabbaður og missir oft af sinni dýrustu bráð. Brátt fór svo, að leikirnir voru ekki aðeins hafðir unl hönd frammi fyrir kirkjunum, heldur og víðsvegar í bæj- um og þorpum. Á Englandi varð það alsiða, að notaðu voru leikvagnar, sem ekið var frá einum stað til annars- Þegar kom fram á siðbótartímann, hvarf umsjónin með leikunum að mestu úr höndum kirkjunnar, en iðnfélögm.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.