Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 38
184
KIRKJURITIÐ
í byggingar- og ræktunarmálum prestssetranna nú. Jafnframt
lítur prestastefnan svo á, að í þeim prestaköllum, þar sem svo
hagar til, að prestssetur á ábýlisjörð hefir verið lagt niður og
flutt á annan stað, beri ríkisstjóm sérstök skylda til að byggja
hið bráðasta nýtt prestsseturshús.
íslenzk menning og tunga. íslenzkir prestar telja það sjálf-
sagða skyldu sina að standa vörð um menningararf þjóðarinnar.
Þeir vænta þess, að íslenzk stjórnarvöld haldi fast á öllum rétti
íslendinga og skora á allar menntastofnanir og heimili þjóðar-
innar að vera á verði í þessum efnum, innræta börnum og
unglingum ást á föðurlandinu, lotningu fyrir móðurmálinu
minnugir þess, að þjóðin deyr, ef tungan spillist eða glatast.
Skálholtshátíð 1956. Prestastefnan lítur svo á, að í sambandi
við væntanlega Skálholtshátíð 1956 þurfi þegar að gera ráð-
stafanir til þess, að út verði gefið vandað Skálholtsrit, er geymi
sögu staðarins, biskupatal ýtarlegt, sögu skólans og skólameist-
aratal, sögu og lýsingu Skálholtskirkju og þann fróðleik annan
um staðinn, er mestu varðar menningar- og kristnisögu lands-
ins. Telur prestastefnan eðlilegast, að kjörin yrði ritnefnd, sem
gerði áætlun um verkið og hefði umsjón með því, en fæli fraeði-
mönnum að rita einstaka þáttu þess.
Athugun á eignum kirkjunnar að fornu o. fl. Prestastefnan
fagnar því, að kirkjuráð hefir þegar ákveðið að láta fara fram
rannsókn á því, hvaða eignir tilheyrðu kirkjunni um siðaskiptn
með hvaða heimildum eignir hafi runnið í konungssjóð og
hverjum þeirra hafi siðan verið skilað íslenzka ríkinu, enn-
fremur hvaða skyldur ríkið hafi tekizt á hendur gagnvart kirkj-
unni með því að taka eignir hennar i sína vörzlu, og yfirleitt
á því, hver sé réttarstaða íslenzku þjóðkirkjunnar.
Morgunbænir
annan synodusdaginn flutti séra Sigurjón Guðjónsson prófast
ur.
Seinna um daginn flutti séra Hálfdan Helgason prófastuh
formaður barnaheimilisnefndar þjóðkirkjunnar, skýrslu urn
störf nefndarinnar og fjársöfnun í Barnaheimilissjóð. 1 honurT1
eru nú um 103396.97 kr. Allmiklu fé hefir verið varið til rækt
unar á Sólheimum í Grímsnesi.