Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 12
158
KIRKJURITIÐ
Ymur þá hömrum úr
hræfuglsins hróp:
Höggva skal.
Hnígur höfuð skálds.
Stjarna Sturlunga
steypist í myrkrið,
veröld skapandi vits.
Rennur rauðadögg
í Reykjaholti.
Enn er eigi nóg.
Enn situr uppi
örn hinn svarti,
íslands örlög grimm.
Saddur er hann ei,
unz ísland krýpur,
járnað jarlsins þý.
Einn er uppheims Guð,
um aldir vakir
hann yfir íslands hag.
Hjarta hvert
á sinn himnastiga,
sjálfs sín þöglu þrá.
Líða aldir enn
með ugg í lofti.
Kröpp eru lýðsins kjör.
Farið er frelsi.
Frosin er rót
undir öskulagi.
Sé ég dökkan draug,
dulinn farþegn
læðast upp á land,
flakkar sveit úr sveit, —
hinn svarti dauði, —
etur fólkið upp.
Líður öld af öld.
Sem orpinn haugur
hlaðast að álög iII,
eldur og ís,
áþján, sóttir,
harðæri og hungursneyð.
Lít ég tötralýð
gegnt löndum biskups
á bakka Brúarár.
Brotin var brúin,
svo að betlilýður
æti ei kúgildi Krists.
Úfin er áin
og engum væð.
Fæst ei ferja nein?
Hvað mun sá hugsa,
er á himni situr
þennan dimma dag?
Gráta gömul hjón,
grætur ungbarn
volaðs vergangslýðs.
Nótt er að nálgast,
næðir um tötra.
Skóbót tyggja skal.
Freyðandi fljót,
er fram hjá rennur,
breytir sínum svip,
örlagaelfur
æðir fram
allra þeirra, er þjást.
Brotin er brúin.
Bakkann þekur
vogrek vondra daga.
Brú er önnur byggð,