Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 67
BÆKUR
213
5. Mótmælendastefnan eignar heiminum jákvætt gildi. Hún
lítur ekki eingöngu á spilling hans né telur sáluhjálpina í því
einu fólgna, að varast hana. Endurlausnin er ekki flótti frá
lífinu, heldur endurnýjun lífsins. Hún er í því fólgin, að Guð
fyrirgefur syndurunum og leiðir þá á helgunarbraut. Það er
rnerkingin djúpa í 5., 6. og 7. bæn „Faðir vors“.
6. Mótmælendastefnan byggir allt á því, að afstaða mann-
anna til Guðs sé andleg afstaða. Hún boðar ekki ákveðna guð-
fræði, heldur er hún sjálfstæð trúarstefna. Mein hennar nú á
síðari tímum er nýorþódoxían. Er það ömurlegt tákn tímanna, að
játningakirkjan þýzka skyldi leita til játningarritanna, en ekki
Fjallræðunnar í baráttunni við Hitler. Játningabundin guðfræði
er sjálfsmótsögn. Guðfræðingarnir verða að vera alveg frjálsir
í rannsóknum sínum.
Að lokum segir höfundur: Ef kirkjan á að vera bundin í
smáu og stóru við ákveðið tímabil sögunnar, þá er úti um hana,
því að sagan stendur aldrei í stað.
Vandamálin eru nú öll önnur en á siðbótartímunum, lífsskoð-
un orðin önnur og ytri menning að ýmsu leyti. Einmitt þess
vegna verður ný mótmælendastefna að taka við og varðveita
hið gamla vín. Siðbótinni verður að halda áfram, því að hún
er ekki niðurstaða, heldur þróun. Endurnýjun kristindómsins
af hálfu kaþólskunnar er ekki sennileg nú. Þess vegna verður
hún að koma frá mótmælendastefnunni. Ef mótmælendakirkj-
urnar vilja ekki eiga hlut að því, verða þær að sætta sig við
Þeð, að menn snúi baki við kristindóminum, þar eð þeir fái eigi
fullnægt trúarþörf sinni og geti einskis vænzt frá kirkju né
guðfræði, einskis svars við því, er þeir spyrja um. Aftur á
móti fá þeir að heyra annað, sem þeir hafa ekki spurt um og
yfirleitt alls ekki skilja.
Guðfræðin verður að tala til samtíðarinnar á því máli, sem
hún skilur, og ræða vandamál hennar. Þessi vandamál finnast
1 Nýja testamentinu og einnig svör við þeim.
Eflaust verða dómar manna misjafnir um þessa bók, og
sums staðar kann hún að vekja styr. En hún á þó brýnt erindi
til vorra tíma og hefir mörg og mikilvæg sannindi að geyma,
reist á rökum og þekkingu. Munu flestir þeir finna, er lesa
hana vandlega og hleypidómalaust, að hún er rituð af mikilli
hjörfung, sannleiksást og vegsöguþori.
15