Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 24
170 KIRKJURITIÐ eins og áður prestarnir á Mosfelli í Mosfellssveit og Mosfelli í Grímsnesi. 4. Staðarhraunsprestakall í Mýraprófastsdæmi; því þjóna prestarnir í Söðulsholti og Borg á Mýrum. 5. Staðarhólsþing í Dalaprófastsdæmi, og þjónar því prestur- inn í Hvammi. 6. Brjánslækjarprestakall í Barðastrandarprófastsdæmi, og er því þjónað af prestinum í Flatey. 7. Hrafnseyrarprestakall í V.-ísafjarðarprófastsdæmi, er presturinn á Bíldudal þjónar. 8. Skútustaðaprestakall í S.-Þingeyjarprófastsdæmi; því þjónar presturinn á Grenjaðarstað. 9. Raufarhafnarprestakall í N.-Þingeyjarprófastsdæmi, og þjóna því prestarnir á Skinnastað og Sauðanesi. En nú hefi ég í dag vígt guðfræðikandidat Ingimar Ingimarsson sem settan prest í þetta prestakall, svo að raunverulega eru prestlaus köll aðeins átta. Eins og ég gat um í síðustu skýrslu, hefir nemendum mjög fjölgað í guðfræðideild Háskólans hin síðustu ár. Þar munu nú vera um eða yfir f jörutíu manns. Og nú í vor útskrifuðust það- an 5 kandidatar, þeir: Árni Sigurðsson, Bragi Friðriksson, Guð- mundur Óli Ólafsson, Ingimar Ingimarsson og Óskar Höskuldur Finnbogason. Má því segja, að prestafæðin, sem mjög hefir háð starfi kirkj- unnar á undanförnum áratugum, sé nú úr sögunni, og sá tími nærri, að skipað verði í hvert einasta prestakall á landinu. Og það, sem veldur því, að þetta er ekki nú þegar orðið, er það, hve byggingarmálum prestssetranna miðar hægt áfram, frem- ur en hitt, að menn skorti til þess að starfa á vegum kirkjunnar. Næst skal vikið að kirkjumálum á síðasta Alþingi. Um það get ég verið fáorður, þar sem þau mál munu koma sérstaklega til umræðu hér á prestastefnunni. Eins og þið vitið, þá voru á þessu þingi samþykkt lög um heimild fyrir kirkjumálaráðherra til þess að taka leigunámi og byggja á erfðaleigu hluta af prests- setursjörðum. Hér er kirkjumálaráðherra fengin í hendur heim- ild til þess að hluta í sundur prestssetursjarðirnar án samþykkis og jafnvel beinlínis gegn vilja hlutaðeigandi prests og safnaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.