Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 42
188
KIRKJURITIÐ
hirðir í stjórn Kvennaskólans í Reykjavík og yfirendur-
skoðandi landsreikninganna. Hann tók einnig allmikinn
þátt í félagsstarfi presta, og voru ræður hans og tillögur
á prestafundum vel rökstuddar og viturlegar. Hann hélt
andlegri atgervi óskertri langt fram í elli. Honum var
falið 86 ára gömlum að flytja ræðu fyrir minni Prestaskól-
ans á aldarafmæli hans, og tókst það með ágætum. Er
ræða hans prentuð í Kirkjuritinu 1947. Hann var einnig
prýðilega pennafær og hikaði ekki við, þótt gamall væri
orðinn, að skrifa greinar til varnar mestu áhugamálum
sínum.
Hann var forseti Sálarrannsóknafélags Islands árin 1938
—1939, og um mjög langt skeið einn af aðalbrautryðjend-
um spíritismans á Islandi við hlið þeim Einari Kvaran og
séra Haraldi Níelssyni. Vann hann að því af alhug eins
og þeir, að þessi hreyfing mætti haldast innan vébanda
kirkjunnar. Varð honum mikið ágengt. Olli því karlmann-
leg festa hans, óbifandi sannfæring og vegsöguþor, og þó
einkum það, að hann var sjálfur lifandi sönnun þess, að
spíritismi og kristindómur geta farið saman.
Á níræðisafmæli hans var hann enn svo ern, að hann
flutti snjalla ræðu, er vinir hans og ættingjar sóttu hann
heim. En nokkru eftir það tóku líkamskraftar hans að
þverra. Lá hann lengi rúmfastur og síðast mjög þungt
haldinn.
Mátti þá minnast þess, er Matthías kvað um annan mann:
„Hvílíkt þrek! og hvílík kröm og neyð!
Hvílík trúarsókn í miðjum deyð!“
Ég hefi aldrei þekkt neinn mann, er væri sannfærðari en
séra Kristinn um framhald lífsins eftir dauðann. Það var
meira en hann tryði því, hann var alveg viss um það. „Her
er um staðreynd að ræða, sem sönnuð hefir verið,“ sagði
hann. Hann leit þannig á, að mannkynið væri svo veikt i
trúnni á framhaldslíf, að það þyrfti beinlínis að fá sann-
anir fyrir því og öðlast þekkingu á því. Og þessar sannann