Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 70

Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 70
216 . KIRKJURITIÐ finnst þær hver um sig hafi getað sagt um sjálfa sig með Hallgrími: Við þennan brunninn þyrstur dvel ég, þar mun ég nýja krafta fá. Ekki get ég stillt mig um að tilfæra hér nokkrar setningar úr nokkrum greinunum, til að sýna, hve þessum konum er bor- in sameiginlega sagan um það, hverjar trúarhetjur þær hafa verið — að guðstrú þeirra hefir borið þær yfir torleiði erfiðrar lífsbaráttu, í henni fundu þær öryggi og styrk, sem aldrei brást, og að fyrirbænir þeirra hafa ósjaldan verið það bezta, sem þær veittu börnum sínum í veganesti út á lífsins hjam. Norðlenzkur læknir skrifar: „Við vorum öll sannfærð um það, að fyrirbænir móður okkar ... hefði orðið okkur sterkasta stoðin í lífinu.“ Lögfræðingur úr Eyjafirði skrifar: „Oft sagði hún (móðir mín) við mig, er ég fór að heiman í skóla: Það er aumt að geta ekki greitt götu þína með fjárframlögum til námsins. Þess er ég ekki megnug. En það eitt get ég gert, og mun óspart gera, að biðja fyrir þér kvölds og morgna, biðja Guð að styrkja þig og styðja, svo þú getir náð settu marki.“ Skaftfellskur bóndi skrifar: „Ég fullvissaði mig um, að end- urnýjaða krafta sótti hún í svalalind guðsorð í N. t. Hún elsk- aði Jesúm Krist, og þá var henni mögulegt að starfa í nafni hans. Og í draumum leit hún frelsarann, sem hughreysti hana og styrkti, þegar mest lá við.“ Verzlunarfrömuður á Suðurlandi skrifar: „Mamma var mik- il trúkona, hún átti fagra og sterka trú ... jafnvel hinn for- hertasti, sem umgekkst hana, gat ekki orðið ósnortinn af trú- arvissu og trúarfegurð hennar.“ Sr. Friðrik Friðriksson skrifar: „Hún . . . talaði við mig til að fræða mig sérstaklega í guðlegum efnum, kenndi mér bæna- vers og úttskýrði mér innihald þeirra, sagði mér sögur um frelsarann og innrætti mér svo lifandi meðvitund um Guð og nálægð hans, að ég er viss um, að það lagði sterkari grund- völl hjá mér en nokkuð annað undir Ijósa, en auðvitað barna- lega meðvitund um afskipti Guðs af högum mínum; en það hefir haft áhrif á allt líf mitt allt fram á þennan dag.“ Skólastjóri einn skrifar: „Það var einkum guðrækni henn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.