Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 41
KRISTINN DANÍELSSON
187
an varð hann einnig þingmaður Vestur-lsfirðinga, 1909
-—1911. Skyldurækni hans við prestsstörfin var til fyrir-
niyndar, og hann var prestur af lífi og sál. Hvert sem hann
fór og hvað sem hann vann, fundu menn prestinn fyrst
og fremst. Mátti segja um hann flestum fremur, að „hann
prédikaði á stéttunum". Ræður hans voru gagnhugsaðar
og skynsamlegar og báru vitni um heilindi hugarfarsins.
Söngrödd hafði hann góða, og fór öll prestsþjónusta hon-
um vel úr hendi.
I Útskálaprestakalli var séra Kristinn prestur til fardaga
1916 og bjó jafnframt á Útskálum. Þar varð hann fyrir
þeirri þungu sorg, að kona hans lézt, 12. okt. 1909. Þau
eignuðust sex börn, og voru þau þessi:
Daníel, bókari og bóndi, dáinn 1950,
Halldór, læknir á Siglufirði,
Sigríður, dó á barnsaldri,
Sigríður, húsfreyja í Kaupmannahöfn,
Knútur, læknir að Laugarási, og
Magnús verkfræðinemi, dáinn.
Undir árslok 1913 varð séra Kristinn prófastur í Kjalar-
nesprófastsdæmi og gegndi því embætti, unz hann fékk
lausn frá prestsskap, 1916.
Hann var 2. þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1913
1919 og forseti sameinaðs Alþingis 1914—1917. Hann
stóð jafnan í fylkingarbrjósti þeirra, sem héldu fastast á
landsréttindum íslendinga, og reyndist í hvívetna góður
°g gegn þingmaður, einarður og skörulegur og mikils virt-
Ur- Mun jafnan verða bjart yfir nafni hans í sögu Alþingis.
Þá er séra Kristinn lét af prestsskap, fluttist hann til
tteykjavíkur, og átti hér heima upp frá því, seinustu árin
á nýbýli sonar síns, Daníels, og Áslaugar Guðmundsdóttur,
tengdadóttur sinnar. Það stóð í útjaðri bæjarins, og nefndu
t>au Útskála. Á heimili þeirra naut hann frábærrar um-
hyggju og ástúðar.
Enn vann séra Kristinn mörg og mikilvæg störf. Hann
yar meðal annars langa hríð ritari í Landsbankanum, fé-