Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 7
GRUNDVÖLLURINN KRISTUR 153 „Valdboð manns er van sem of, veraldar í gegnum rof. Drottins orðið dagana lifir alla“. Ýmsum vitrustu og beztu leiðtogum þjóðanna er það alveg ljóst, að því aðeins fær heimsmenningin staðizt, að kristindómurinn sé grundvöllur hennar. Án siðgæðis þess, er hann boðar, sannleiks, réttlætis, kærleika, hrynur allt í rúst. Innan að verður hjálpin að koma, frá nýjum og betri mönnum, sem láta leiðast af anda Krists, frá þeirri kirkju, sem verðskuldar að heita musteri hans. Lítum á sögu þjóðar vorrar. Er saga nokkurrar þjóðar nátengdari kristnisögu hennar? Hvílíkt skarð hér, hefði kirkja Islands aldrei risið. Hvað værum vér, ef aldrei hefði klukknahljómur snortið dýpstu strengi hjartans, aldrei ómað Sólarljóð, Líknarbraut, Lilja né sálmar Hallgríms, aldrei eldmessa sungin í Móðuharðindum aldanna, ekkert bænarmál í Jesú nafni stigið upp til föðurins algóða á himnum? Las ég þar sálma og lofsöngva þjóðar í nauðum. Lífsvonin eina var samtvinnuð krossinum rauðum. Yfirtak langt bak við ömurleik hungurs og sorgar ómuðu sætlega lofsöngvar himneskrar borgar. 1 krafti Krists hefir þjóðin staðizt lífsraun sína. Lítum einnig vakandi augum á fólkið í kringum oss, virðum fyrir oss líf einstaklinganna, því að þar birtast í smámynd sömu lög sem í lífi þjóða í heild. Enn getum vér séð meðal vor ósigrandi menn, sem æðrast aldrei, heldur yfirstíga hverja þraut — hetjur eins og Jón Sigurðsson, af því að þær byggja á arfleifð kristindómsins eins og hann. Og lítum á oss sjálf, hvert um sig. Vér þekkjum ekkert betur en það, sem með oss sjálfum bærist. Innst í þinni eigin sál ómar tónn, sem laðast að kenning Krists og guð- iegum anda og játar tign hans titrandi og fagnandi: Þú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.