Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 48
194 KIRKJURITIÐ una var auðvelt að sýna. Smám saman urðu til fastmótaðir leikir, sem röktu vissa þætti hinnar helgu sögu einn eftir annan. Sem dæmi má nefna „Fæðingu Jesú“, „Vitringana frá Austurlöndum“, „Barnamorð Heródesar“, „Förina til Egyptalands“, sem allar tilheyrðu jólunum. Píslarsagan varð leikur út af fyrir sig, eða öllu heldur röð af sýning- um. Loks varð upprisan og það, sem stóð í sambandi við hana, að sérstökum flokki. Við þetta var þó ekki látið lenda. Adam og Eva, Nói og aðrir þekktir menn úr Gamla testamentinu tóku og að koma við sögu, og loks var farið að sýna þætti úr Postulasögunni. Þegar þannig var haldið áfram, lá beint við að taka verkefni úr helgra manna sögum. Þar var nóg af dramatiskum atburðum, ekki sízt úr sögu hinna mörgu kristnu píslarvotta. Þeir leikir, sem fjölluðu um slíkt efni utan Biblíunnar sjálfrar, fengu smám saman heitið „miracula“ eða kraftaverk. Sá söfnuður, sem með djúpri lotningu og innilegri trú tók þátt í þessum kirkju- legu sýningum, oft dag eftir dag, lifði hið mikla krafta- verk Guðs sjálfs, er hann var að grípa inn í líf og starf hinnar mannlegu tilveru með hjálpræði sínu. Þetta drama, sem þarna fór fram, var leikur lífsins sjálfs, andstæður tilverunnar og hörð barátta. Hin kristna kirkja greip inn í líf manna og tilveru á öllum sviðum. Hinir helgu siðii’ fóru ekki aðeins fram í kirkjunni, heldur hvar sem mað- urinn var staddur. Bænir, signingar, knéfall við kross- mörk á vegum úti, sérstakar athafnir við máltíðir, að morgni eða kvöldi, við sáningu og uppskeru, vinnu og hvíld, — með öllu þessu náði kirkjan til fólksins, til ÞesS að helga Guði manninn og allt, sem honum tilheyrði, innra og ytra. Hugsunin var sú að gera lífið allt að einum helgi' leik. Miðaldakirkjan vildi ekki, hvað sem annars má að henni finna, loka kristindóminn inni í klaustrunum einum- Slíkt er hinn mesti misskilningur. Kirkjan átti að vera hm tæra elfur, sem rynni um fúið gróðurland jarðarinnar, til þess að þar sprytti upp fagur gróður, Guði til dýrðar. En vatn elfarinnar vildi gruggast af farvegi sínum. KirTcfan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.