Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 49

Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 49
SJÓNLEIKIR OG TRÚARBRÖGÐ 195 gerði veröldina kirkjulega, en sjálf varð hún veraldleg. Annaðhvort þekktu menn ekki eða viðurkenndu ekki þann greinarmun, sem svo oft er gerður nú á dögum á kirkju- legu og veraldlegu. Þetta sézt meðal annars á hinum kirkjulegu leikum. Þeir verða svo veraldlegir með köflum, inni í kirkjunni, að vér nútímamenn eigum örðugt með að skilja, hvernig slíkt gat skeð. Menn fundu ekkert athuga- vert við það að láta eitt og annað gerast, sem vakti hlátur °g sköll. Vandræði Heródesar konungs, er hann var gabb- aður af vitringunum, gátu t. d. birzt með svo gassalegum hætti, að slíkt mundi alls ekki þykja viðeigandi í kirkju nú á dögum. Tilhneigingin til þess að koma að kátlegum °g broslegum atvikum gerir smám saman vart við sig. Þó tekur út yfir allan þjófabálk, þegar það verður að venju að halda svonefndar asnahátíðir og fíflahátíðir inni í sjálf- Um kirkjunum. Leiksögufræðingar segja, að þær hafi átt rót sína að rekja til ýmiskonar þjóðlegra tyllidaga, er menn höfðu sköll og skrípalæti í frammi. Voru það meðal annars aramótin, sem þannig gripu hugi fólksins, vorhátíðir o. s. fnv. Klerklýður af lægri stigum vildi gjarnan fá sín tæki- feri til að taka þátt í slíku. Þá var dansað og drukkið inni 1 sjálfum kirkjunum, farið í teningskast á sjálfu háaltar- 'nu, messusiðir afskræmdir með eftirhermum, jarmað í stað söngs og látið öllum illum látum. Jafnvel var svo langt gengið, að asni var leiddur inn í kirkjuna og honum veitt lotning með knéfalli og skopsálmum. Sá, sem stjórn- aði hátíðinni, var nefndur „dominus festi“ (hátíðar-stjóri), en stundum fífla-biskup, kardínáli eða páfi. Eins og geta má nærri, endaði þetta með brottrekstrum ár kirkjuhúsunum, unz slík læti áttu ekki griðastað annars staðar en á götum og torgum. önnur ástæða varð einnig til þess, að sjónleikirnir hurfu ár kirkjunum. Það voru þrengslin. Smám saman þótti nauð- synlegt að fjölga leikendum og hafa meira svigrúm en kór hirkjunnar leyfði. Þegar á 14. öld mun það hafa verið farið að tíðkast að leika úti fyrir kirkjunum, og voru hinar háu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.