Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 49

Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 49
SJÓNLEIKIR OG TRÚARBRÖGÐ 195 gerði veröldina kirkjulega, en sjálf varð hún veraldleg. Annaðhvort þekktu menn ekki eða viðurkenndu ekki þann greinarmun, sem svo oft er gerður nú á dögum á kirkju- legu og veraldlegu. Þetta sézt meðal annars á hinum kirkjulegu leikum. Þeir verða svo veraldlegir með köflum, inni í kirkjunni, að vér nútímamenn eigum örðugt með að skilja, hvernig slíkt gat skeð. Menn fundu ekkert athuga- vert við það að láta eitt og annað gerast, sem vakti hlátur °g sköll. Vandræði Heródesar konungs, er hann var gabb- aður af vitringunum, gátu t. d. birzt með svo gassalegum hætti, að slíkt mundi alls ekki þykja viðeigandi í kirkju nú á dögum. Tilhneigingin til þess að koma að kátlegum °g broslegum atvikum gerir smám saman vart við sig. Þó tekur út yfir allan þjófabálk, þegar það verður að venju að halda svonefndar asnahátíðir og fíflahátíðir inni í sjálf- Um kirkjunum. Leiksögufræðingar segja, að þær hafi átt rót sína að rekja til ýmiskonar þjóðlegra tyllidaga, er menn höfðu sköll og skrípalæti í frammi. Voru það meðal annars aramótin, sem þannig gripu hugi fólksins, vorhátíðir o. s. fnv. Klerklýður af lægri stigum vildi gjarnan fá sín tæki- feri til að taka þátt í slíku. Þá var dansað og drukkið inni 1 sjálfum kirkjunum, farið í teningskast á sjálfu háaltar- 'nu, messusiðir afskræmdir með eftirhermum, jarmað í stað söngs og látið öllum illum látum. Jafnvel var svo langt gengið, að asni var leiddur inn í kirkjuna og honum veitt lotning með knéfalli og skopsálmum. Sá, sem stjórn- aði hátíðinni, var nefndur „dominus festi“ (hátíðar-stjóri), en stundum fífla-biskup, kardínáli eða páfi. Eins og geta má nærri, endaði þetta með brottrekstrum ár kirkjuhúsunum, unz slík læti áttu ekki griðastað annars staðar en á götum og torgum. önnur ástæða varð einnig til þess, að sjónleikirnir hurfu ár kirkjunum. Það voru þrengslin. Smám saman þótti nauð- synlegt að fjölga leikendum og hafa meira svigrúm en kór hirkjunnar leyfði. Þegar á 14. öld mun það hafa verið farið að tíðkast að leika úti fyrir kirkjunum, og voru hinar háu

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.