Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 44
JAKOB JÓNSSON:
Sjónleikir og trúarbrögð.
(3. grein).
Miðaldakirkjan.
1 síðustu grein minni gat ég þess, að áhrif hinna grísku
leika hefðu náð víða um lönd, er tímar liðu fram. Þegar
rómverska heimsveldið myndaðist, ruddi hin hellenska
menning sér mjög til rúms á Ítalíu, meðal annars vegna
þess að grískir fræðimenn voru eftirsóttir kennarar á heim-
ilum rómverska aðalsins. Grískar bókmenntir urðu sterk-
ur þáttur í menningu Rómaveldis, en sigurvegararnir settu
auðvitað sinn svip og sitt mót á það, sem gert var. Eins
og kunnugt er, voru Rómverjar lögspekingar miklir og
allsýnt um stjórnmál, en hið fína og fagra, sem einkenndi
gríska bókmenningu, hvarf fyrir því hrjúfa og stórgerða
í háttum Rómverjans. Hinn helgi eldur, sem brann 1
hjörtum hellensku skáldanna, dvínaði, og sló á hann
fölskva, er hann skyldi kveiktur að nýju á leiksviðum
Rómar. Beztu leikritaskáldin voru grískmenntaðir menn,
sem annaðhvort þýddu eða stældu hina grísku leiki. Ekki
vantaði það, að leikhús væru byggð, og allt búið undir stór-
kostlegar sýningar. Smám saman hnignaði leiklistinni, °S
hugur þeirra, sem fyrir sýningunum réðu, beindist allm'
að því, að sem mestu væri til kostað, og allt væri sem
stórkostlegast hið ytra, en andinn dvínaði, — unz leiklistin
var komin í þvilíka niðurlægingu, að varla verður lengra
jafnað. Leikhúsin urðu gróðrarstia svalls og ólifnaðar, leik-
ararnir, að sárafáum undanteknum, nutu einskis álits og
urðu fyrirlitin stétt. Pompejus hafði, er hann lét byggJa