Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 44
JAKOB JÓNSSON: Sjónleikir og trúarbrögð. (3. grein). Miðaldakirkjan. 1 síðustu grein minni gat ég þess, að áhrif hinna grísku leika hefðu náð víða um lönd, er tímar liðu fram. Þegar rómverska heimsveldið myndaðist, ruddi hin hellenska menning sér mjög til rúms á Ítalíu, meðal annars vegna þess að grískir fræðimenn voru eftirsóttir kennarar á heim- ilum rómverska aðalsins. Grískar bókmenntir urðu sterk- ur þáttur í menningu Rómaveldis, en sigurvegararnir settu auðvitað sinn svip og sitt mót á það, sem gert var. Eins og kunnugt er, voru Rómverjar lögspekingar miklir og allsýnt um stjórnmál, en hið fína og fagra, sem einkenndi gríska bókmenningu, hvarf fyrir því hrjúfa og stórgerða í háttum Rómverjans. Hinn helgi eldur, sem brann 1 hjörtum hellensku skáldanna, dvínaði, og sló á hann fölskva, er hann skyldi kveiktur að nýju á leiksviðum Rómar. Beztu leikritaskáldin voru grískmenntaðir menn, sem annaðhvort þýddu eða stældu hina grísku leiki. Ekki vantaði það, að leikhús væru byggð, og allt búið undir stór- kostlegar sýningar. Smám saman hnignaði leiklistinni, °S hugur þeirra, sem fyrir sýningunum réðu, beindist allm' að því, að sem mestu væri til kostað, og allt væri sem stórkostlegast hið ytra, en andinn dvínaði, — unz leiklistin var komin í þvilíka niðurlægingu, að varla verður lengra jafnað. Leikhúsin urðu gróðrarstia svalls og ólifnaðar, leik- ararnir, að sárafáum undanteknum, nutu einskis álits og urðu fyrirlitin stétt. Pompejus hafði, er hann lét byggJa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.