Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 21
PRESTASTEFNAN 1953 167
þar frá 1. september. Hann hvarf frá því starfi eftir tvo mán-
uði og dvaldi erlendis um veturinn til framhaldsnáms.
Prestsvígslu hafa hlotið á synodusárinu 9 guðfræðikandídat-
ar, og eru mörg ár síðan að svo margir ungir menn hafa bætzt
í þjónustu kirkjunnar á einu ári. Þeir eru þessir:
Séra Ragnar Fjalar Lárusson, er vígður var á Akureyri af
séra Friðriki J. Rafnar vígslubiskupi hinn 6. júlí 1952 til Hofs-
óssprestakalls í Skagafjarðarprófastsdæmi, en það prestakall
var honum veitt frá fardögum 1952 að afstaðinni kosningu. —
Séra Ragnar Fjalar er fæddur 15. júlí 1927 að Sólheimum í
Blönduhlíð, sonur séra Lárusar Arnórssonar í Miklabæ og Jens-
ínu Björnsdóttur prests í Miklabæ Jónssonar. Hann lauk stú-
dentsprófi á Akureyri vorið 1948 og embættisprófi úr guð-
fræðideild háskólans í janúar 1952. Hann er kvæntur Herdísi
Helgadóttur frá Akureyri.
Séra Eggert ðlafsson, er vígður var hinn 27. júlí að Kvenna-
brekku í Dölum og síðar skipaður prestur þar að afstaðinni
kosningu. Hann er fæddur í Reykjavík 24. nóv. 1926, sonur
Ölafs K. Teitssonar og konu hans Vilborgar Magnúsdóttur.
Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík vorið 1947 og embættis-
Prófi í guðfræði við Háskóla íslands vorið 1952. Séra Eggert er
kvæntur Ingibjörgu Sigurðardóttur.
Séra Björn Jónsson, er vígður var hinn 27. júlí til hins ný-
stofnaða Keflavíkurprestakalls í Kjalarnesprófastsdæmi, en þar
var hann skipaður sóknarprestur frá 1. ágúst. Séra Bjöm er
f®ddur 7. okt. 1927 að Þverá í Blönduhlíð í Skagafirði. For-
Hdrar hans eru Jón bóndi Stefánsson og kona hans, Gunnhild-
Ur Björnsdóttir prests í Miklabæ Jónssonar. Hann lauk stúdents-
Prófi á Akureyri vorið 1949 og embættisprófi í guðfræði í
Heykjavík vorið 1952. Kvæntur er hann Ingibjörgu Eiríksdótt-
Ur prests og prófasts í Bjamanesi, Helgasonar.
Séra Fjalarr Sigurjónsson, vígður 27. júlí til hins nýstofnaða
Hríseyjarprestakalls í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Séra Fjalarr
er fæddur 20. júlí 1923 að Kirkjubæ í Hróarstungu, sonur séra
^igurjóns Jónssonar prests þar og konu hans, Önnu Sveins-
^óttur. Hann tók stúdentspróf á Akureyri vorið 1945. Innritað-
ist í guðfræðideild Háskóla íslands haustið 1948 og lauk þaðan
Prófi vorið 1952. Hann er kvæntur Betu Einarsdóttur úr
Heykjavík.