Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 68

Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 68
214 KIRKJURITIÐ Við sólarlag. Svo nefnist bók eftir frú Guðbjörgu Jónsdóttur á Brodda- nesi, sem andaðist síðast liðið haust. Barst bókin vinum hennar eins og hinzta kveðja, og andaði ástúð og fegurð frá hverri línu. Það var sem Guðbjörg væri sjálf komin í anda og lýsti því, hvemig lífið blasti við henni við sólarlag. Hún var blind nokkur síðustu æviárin, en bar þá raun með mikilli þolinmæði og guðstrausti. Náttúrufegurðin í Brodda- nesi stóð henni lifandi fyrir hugarsjónum, og þar var Eyjar- hyman drottning, tignarleg og glæst. Enn skýrar sá hún minn- ingar sinnar löngu ævi. Hún hefir lýst mörgum þeirra í „Gömlum glæðum“ með þeim hætti, sem þjóðkunnugt er orðið. En hér bætast ýmsar nýjar við, sem einnig munu verða merkir drættir í þjóðlífs- mynd. Aðstaðan til þess að semja bók er að sönnu stórum breytt. Áður skrifaði hún allt sjálf og gat borið saman hvað eina, en nú sat hún í myrkrinu og sagði fyrir, hvað skrifa skyldi. Þannig hefir allt verið látið halda sér. Bókin er óbreytt eins og hún kom frá vörum hennar. Svo er einnig bezt farið. Fyrir því er þetta einstæð bók hér á íslandi og þótt víðar væri leitað: Áttræð kona, sem misst hefir sjónina, lýsir lífi sínu og lífs' skoðun að leiðarlokum. Þykir mér ekki ólíklegt, að slík bók verði talin því merkari sem lengra líður og muni ekki gleymast í íslenzkri bókmenntasögu. Það er einnig þakkarefni — ekki sízt á þessum tímum, er svo mikið berst að af óhroða bæði að efni og formi — að eignast bók, þar sem ekkert er annað en fallegt og siðbætandi og nkir bjartsýn trú á Guð og það, sem gott er. Á. G- „Kristen Ungdom" heitir myndskreytt tímarit, sem gefið er út í Noregi og hefm náð þar mikilli útbreiðslu. Eins og nafnið bendir til, er þetta kristilegt tímarit, en ræðir þó flest áhugamál æskunnar, birtir smásögur og ferðaþætti og annað efni til fróðleiks og skemmt' unar. Tímarit þetta er fölbreytt að efni og skemmtilegt og a erindi til ungs fólks og allra, sem áhuga hafa fyrir heilbrigðu lífi. Það kostar 20 norskar kr. á ári. Ó. J- Þ-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.