Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 68

Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 68
214 KIRKJURITIÐ Við sólarlag. Svo nefnist bók eftir frú Guðbjörgu Jónsdóttur á Brodda- nesi, sem andaðist síðast liðið haust. Barst bókin vinum hennar eins og hinzta kveðja, og andaði ástúð og fegurð frá hverri línu. Það var sem Guðbjörg væri sjálf komin í anda og lýsti því, hvemig lífið blasti við henni við sólarlag. Hún var blind nokkur síðustu æviárin, en bar þá raun með mikilli þolinmæði og guðstrausti. Náttúrufegurðin í Brodda- nesi stóð henni lifandi fyrir hugarsjónum, og þar var Eyjar- hyman drottning, tignarleg og glæst. Enn skýrar sá hún minn- ingar sinnar löngu ævi. Hún hefir lýst mörgum þeirra í „Gömlum glæðum“ með þeim hætti, sem þjóðkunnugt er orðið. En hér bætast ýmsar nýjar við, sem einnig munu verða merkir drættir í þjóðlífs- mynd. Aðstaðan til þess að semja bók er að sönnu stórum breytt. Áður skrifaði hún allt sjálf og gat borið saman hvað eina, en nú sat hún í myrkrinu og sagði fyrir, hvað skrifa skyldi. Þannig hefir allt verið látið halda sér. Bókin er óbreytt eins og hún kom frá vörum hennar. Svo er einnig bezt farið. Fyrir því er þetta einstæð bók hér á íslandi og þótt víðar væri leitað: Áttræð kona, sem misst hefir sjónina, lýsir lífi sínu og lífs' skoðun að leiðarlokum. Þykir mér ekki ólíklegt, að slík bók verði talin því merkari sem lengra líður og muni ekki gleymast í íslenzkri bókmenntasögu. Það er einnig þakkarefni — ekki sízt á þessum tímum, er svo mikið berst að af óhroða bæði að efni og formi — að eignast bók, þar sem ekkert er annað en fallegt og siðbætandi og nkir bjartsýn trú á Guð og það, sem gott er. Á. G- „Kristen Ungdom" heitir myndskreytt tímarit, sem gefið er út í Noregi og hefm náð þar mikilli útbreiðslu. Eins og nafnið bendir til, er þetta kristilegt tímarit, en ræðir þó flest áhugamál æskunnar, birtir smásögur og ferðaþætti og annað efni til fróðleiks og skemmt' unar. Tímarit þetta er fölbreytt að efni og skemmtilegt og a erindi til ungs fólks og allra, sem áhuga hafa fyrir heilbrigðu lífi. Það kostar 20 norskar kr. á ári. Ó. J- Þ-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.