Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 69

Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 69
BÆKUR 215 Móðir mín. Bókin „Móðir mín“ er safn minningagreina, sem dætur og synir hafa ritað um mæður sínar. Höfundamir eru 26 — allir enn núlifandi, flestir komnir fram yfir miðjan aldur — sumir á efri ár. Bókin er því, svo langt sem hún nær, lýsing á hús- móðurinni íslenzku um og eftir aldamótin síðustu. Það var húsmóðir hins gamla tíma, þótt hann sé ekki langt að baki — húsmóðir þeirra tíma, sem gáfu öllum, sem vildu bjarga sér, nóg að gera við ærleg en erfið störf, en veittu þeim fáar tóm- stundir. Þessar húsmæður höfðu í hinum æðsta heiðri dyggðirnar: sparsemi, vinnusemi, nýtni, dyggðir, sem þjóðin þurfti að leggja mikla áherzlu á, meðan hún var að brjótast úr fátækt til bjarg- álna og leggja grunninn að stjórnarfarslegu og fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Mæðurnar, sem þessi bók segir frá, voru góðir verðir um efnisleg verðmæti heimilanna. Þær drýgðu skorinn skammt, þær bættu og blessuðu hverja björg, sem barst í bú. En þeirra er ekki minnzt í þessari bók fyrir þetta starf fyrst °g fremst, enda þótt börn þeirra og þjóðin öll standi í mikilli þakkarskuld við þær og stéttarsystur þeirra fyrir það. Þá þakkarskuld þarf nútímakynslóðin að reyna að borga með því að taka upp eitthvað skynsamlegri meðferð fjármuna en tíðk- azt hefir nú um sinn. Mæðranna í þessari bók er minnzt af sonum þeirra og dætr- um fyrir móðurástina, fyrir kærleika þeirra og umhyggju fyrir börnum sínum, fyrir hispurslausa elskusemi þeirra, fyrir sam- áð þeirra með öllum, sem áttu bágt, fyrir umönnun þeirra með öllu því, sem lifði og hrærðist í umhverfi þeirra og efni þeirra °g kraftar hrukku til að líkna og hjálpa. Þessar mæður hafa verið ólíkar að skapgerð og hæfileikum. Ekki hafa aðstæður þeirra í lífinu síður verið ólíkar. Langflestar þeirra hafa verið húsfreyjur í sveit, sumar fátækar einyrkjakonur — aðrar hús- mæður á tignustu heimilum landsins, en allar hafa þær á sín- um vettvangi borið bjart ljós kærleika síns og elsku, sem hef- lr lýst og yljað samferðamönnum þeirra. Ekki dylst mér það, hvert þessar húsfreyjur hafa sótt styrk sinn og meginmátt í lífsbaráttunni. Það kemur glöggt fram í þessum minningum. Það er í trúarinnar svalandi lind. Mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.