Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 69

Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 69
BÆKUR 215 Móðir mín. Bókin „Móðir mín“ er safn minningagreina, sem dætur og synir hafa ritað um mæður sínar. Höfundamir eru 26 — allir enn núlifandi, flestir komnir fram yfir miðjan aldur — sumir á efri ár. Bókin er því, svo langt sem hún nær, lýsing á hús- móðurinni íslenzku um og eftir aldamótin síðustu. Það var húsmóðir hins gamla tíma, þótt hann sé ekki langt að baki — húsmóðir þeirra tíma, sem gáfu öllum, sem vildu bjarga sér, nóg að gera við ærleg en erfið störf, en veittu þeim fáar tóm- stundir. Þessar húsmæður höfðu í hinum æðsta heiðri dyggðirnar: sparsemi, vinnusemi, nýtni, dyggðir, sem þjóðin þurfti að leggja mikla áherzlu á, meðan hún var að brjótast úr fátækt til bjarg- álna og leggja grunninn að stjórnarfarslegu og fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Mæðurnar, sem þessi bók segir frá, voru góðir verðir um efnisleg verðmæti heimilanna. Þær drýgðu skorinn skammt, þær bættu og blessuðu hverja björg, sem barst í bú. En þeirra er ekki minnzt í þessari bók fyrir þetta starf fyrst °g fremst, enda þótt börn þeirra og þjóðin öll standi í mikilli þakkarskuld við þær og stéttarsystur þeirra fyrir það. Þá þakkarskuld þarf nútímakynslóðin að reyna að borga með því að taka upp eitthvað skynsamlegri meðferð fjármuna en tíðk- azt hefir nú um sinn. Mæðranna í þessari bók er minnzt af sonum þeirra og dætr- um fyrir móðurástina, fyrir kærleika þeirra og umhyggju fyrir börnum sínum, fyrir hispurslausa elskusemi þeirra, fyrir sam- áð þeirra með öllum, sem áttu bágt, fyrir umönnun þeirra með öllu því, sem lifði og hrærðist í umhverfi þeirra og efni þeirra °g kraftar hrukku til að líkna og hjálpa. Þessar mæður hafa verið ólíkar að skapgerð og hæfileikum. Ekki hafa aðstæður þeirra í lífinu síður verið ólíkar. Langflestar þeirra hafa verið húsfreyjur í sveit, sumar fátækar einyrkjakonur — aðrar hús- mæður á tignustu heimilum landsins, en allar hafa þær á sín- um vettvangi borið bjart ljós kærleika síns og elsku, sem hef- lr lýst og yljað samferðamönnum þeirra. Ekki dylst mér það, hvert þessar húsfreyjur hafa sótt styrk sinn og meginmátt í lífsbaráttunni. Það kemur glöggt fram í þessum minningum. Það er í trúarinnar svalandi lind. Mér

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.