Kirkjuritið - 01.09.1953, Side 24

Kirkjuritið - 01.09.1953, Side 24
170 KIRKJURITIÐ eins og áður prestarnir á Mosfelli í Mosfellssveit og Mosfelli í Grímsnesi. 4. Staðarhraunsprestakall í Mýraprófastsdæmi; því þjóna prestarnir í Söðulsholti og Borg á Mýrum. 5. Staðarhólsþing í Dalaprófastsdæmi, og þjónar því prestur- inn í Hvammi. 6. Brjánslækjarprestakall í Barðastrandarprófastsdæmi, og er því þjónað af prestinum í Flatey. 7. Hrafnseyrarprestakall í V.-ísafjarðarprófastsdæmi, er presturinn á Bíldudal þjónar. 8. Skútustaðaprestakall í S.-Þingeyjarprófastsdæmi; því þjónar presturinn á Grenjaðarstað. 9. Raufarhafnarprestakall í N.-Þingeyjarprófastsdæmi, og þjóna því prestarnir á Skinnastað og Sauðanesi. En nú hefi ég í dag vígt guðfræðikandidat Ingimar Ingimarsson sem settan prest í þetta prestakall, svo að raunverulega eru prestlaus köll aðeins átta. Eins og ég gat um í síðustu skýrslu, hefir nemendum mjög fjölgað í guðfræðideild Háskólans hin síðustu ár. Þar munu nú vera um eða yfir f jörutíu manns. Og nú í vor útskrifuðust það- an 5 kandidatar, þeir: Árni Sigurðsson, Bragi Friðriksson, Guð- mundur Óli Ólafsson, Ingimar Ingimarsson og Óskar Höskuldur Finnbogason. Má því segja, að prestafæðin, sem mjög hefir háð starfi kirkj- unnar á undanförnum áratugum, sé nú úr sögunni, og sá tími nærri, að skipað verði í hvert einasta prestakall á landinu. Og það, sem veldur því, að þetta er ekki nú þegar orðið, er það, hve byggingarmálum prestssetranna miðar hægt áfram, frem- ur en hitt, að menn skorti til þess að starfa á vegum kirkjunnar. Næst skal vikið að kirkjumálum á síðasta Alþingi. Um það get ég verið fáorður, þar sem þau mál munu koma sérstaklega til umræðu hér á prestastefnunni. Eins og þið vitið, þá voru á þessu þingi samþykkt lög um heimild fyrir kirkjumálaráðherra til þess að taka leigunámi og byggja á erfðaleigu hluta af prests- setursjörðum. Hér er kirkjumálaráðherra fengin í hendur heim- ild til þess að hluta í sundur prestssetursjarðirnar án samþykkis og jafnvel beinlínis gegn vilja hlutaðeigandi prests og safnaðar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.