Kirkjuritið - 01.09.1953, Side 45

Kirkjuritið - 01.09.1953, Side 45
SJÓNLEIKIR OG TRÚARBRÖGÐ 191 sitt stóra leikhús, sett dálítið hof á brúnina ofan við áheyr- endapallana, en það var aðeins formsatriði, svo að hægt væri að vígja leikhúsið sem musteri.. Hinn trúræni eld- móður og andleg hrifning, sem snart hugi manna við hina helgu leiki í Aþenu og annars staðar á Grikklandi, var horf- inn, en í þess stað var það gert að meginmarkmiði leikanna að sýna sigurvinninga og dýrð Rómaveldis, og að skemmta lýðnum, sem höfðingjarnir vildu gera sér hliðhollan með brauði og leikum. Var þá ekki furða, þótt leikið væri á þá strengi, sem helzt gátu endurómað, ýmist hjá ómennt- uðum múgnum eða lífsleiðum auðmönnum, sem leituðu stöðugt að einhverju nýju og spennandi. Þegar hér er komið sögu, fer nýtt vald að láta til sín taka, — hin kristna kirkja. Kennimenn hennar, svo sem Tertullianus, voru ekkert myrkir í máli um leikhúsin. Þeir sáu í þeim þjónustu við djöfulinn og alla hans ára. Sá sem les, þótt ekki séu nema nokkrar línur úr greinum Ter- tullians, finnur brátt, með hvílíkri brennandi heift hann i'æðst að leikhúsunum. Hann talar um það, hvernig allt hið viðurstyggilega í framferði fólksins sé reynt að rétt- læta með því, að það sé þjónusta við Venus og Bacchus og önnur heiðin goðmögn, og hvernig lifnaðurinn yfirleitt geri leikhúsin að kirkju djöfulsins. Það er ekki svo að skilja, að góðir og vitrir menn í heiðnum sið hafi ekki sumir hverjir verið búnir að koma auga á, hvað fram fór, en þá vantaði hinn heilaga eldmóð °g heitu sannfæringu, sem kirkjan átti. Til voru einnig hirkjumenn í fornöld, sem vildu leikhúsin ekki feig, heldur hugsuðu sér, að kristnir menn gengjust fyrir leiksýning- um, er tækju hinum heiðnu fram. Meðal þeirra var hinn frægi Arius, sem var bannfærður og rekinn úr kirkjunni fyrir kristsfræðikenningar sínar. Hvernig svo sem á því stóð, runnu öll áform um kristin leikhús út í sandinn. Tíminn var enn ekki fullnaður, akurinn ekki undirbúinn. Hin kristna kirkja kom leikhúsunum á kné. í þeirra stað komu farandleikararnir nú fram á sjónarsviðið, hörpuleik-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.