Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Qupperneq 18

Kirkjuritið - 01.10.1954, Qupperneq 18
376 KIRKJURITIÐ því hafa stuðlað með ráðum og dáð, að kirkjan er nú sú, sem þér megið sjá. Þetta hérað, sem nú heitir Öræfi, er fagurt og svipmikið, en má þó muna fífil sinn fegri, eins og margir staðir aðrir á þessu landi. Það er nú aðeins brot af því, sem eitt sinn var. Landnámabækur herma, að göfug kona af Noregi, Þorgerður að nafni, næmi land milli Kvíár og Jökulsár (þ. e. Skeiðarár), um allt Ingólfshöfðahverfi, og virðist það vera hið fyrsta nafn þessarar sveitar. Þorgerður bjó að Sandfelli. Framan af öldum virðist héraðið hafa verið þéttbýlt og blómlegt, enda kunnugt, að hér er veðursæld meiri en víðast annars staðar á landinu. Hér hófst og ein af þeim höfðingja- ættum fornaldar, sem mikið kveður að í stjórnmálum landsins á Sturlungaöld, Svínfellingar. Héraðið mun á þessum forna tíma hafa verið nefnt Litlahérað eða Minnahérað, og mun með því hafa verið talin byggðin á Breiðármörk hér fyrir austan. Nafnið Litlahérað er líklega hugsað sem andstæða Fljótsdals- héraðs. Ekki vita menn til, að byggðin hafi verið nefnd Öræfi fyrr en á 15. öld, en Öræfi merkir hafnleysa. Árið 1362 telja menn, að verið hafi tímamóta- og örlagaár í sögu Litlahéraðs, er Öræfajökull hljóp með hinum mestu ærslum. Er jafnvel talið, að héraðið hafi allt lagzt í eyði um sinn, en með vissu tókst þá af fjöldi bæja, sem aldrei réttu við eftir þetta, þótt sumir hafi byggzt um stundar sakir. Ekki vita menn tölu þessara bæja með vissu, en í skýrslu frá 1712 eru taldir upp 16, og vissulega voru þeir allmiklu fleiri. Svo mjög hefir að byggðinni sorfið í náttúruhamförum, að óvíst er nú, hvar þessir bæir hafa nákvæmlega staðið. Eins og kunnugt er, er Hofskirkja eina guðshúsið hér í Öræfum á vorum dögum. Mjög er þetta frábrugðið því, sem var fyrir eldgosin miklu og jökulhlaupin á 14. öld. Fjöldi kirkna og bænhúsa var yfirleitt ótrúlega mikill hér á landi á miðöldum, og um það hefir Litlahérað ekki verið neinn eftirbátur annarra. Skal ég nú geta þeirra bæja hér í sveit, þar sem guðshús voru fyrrum. Hólar á bær að hafa heitið fyrir austan Hnappavelli og tal- inn hafa verið kirkjustaður, en ekki er þetta fullvíst. Að Hnap'pavöllum, sem í öndverðu hétu Knappafell, var snemma reist kirkja, og lágu undir hana hvorki meira né
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.