Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 31
SÉRA JÓNMUNDUR HALLDÓRSSON 389 iliskennari á Blönduósi var hann 1896—1897, en vígður aðstoðarprestur til Ólafsvíkur 14. október 1900, veitt Barð í Fljótum 25. ágúst 1902, Mjóafjarðarprestakall 1915, en fékk lausn frá því embætti ári síðar. Hann var settur Prestur að Stað í Grunnavík í fardögum 1918 og veitt það Prestakall 1921 og hélt því til 1. júní 1954. Jafnframt embættum sínum hafði hann aukaþjónustu á hendi í ýmsum nágrannaprestaköllum, og gegndi mörg- um ábyrgðarstörfum fyrir sýslur og sveitarfélög. Séra Jónmundur var kvæntur hinni ágætustu konu, sem bar með honum hita og þunga hins daglega lífs og stóð trygg við hlið hans, Guði’únu Jónsdóttur að nafni, ættaðri sunnan úr Kjós. Með henni eignaðist hann 7 börn, eru að- eins þrjú þeirra á lífi nú, Guðmundur og Guðrún í Reykja- vík, og Halldór, sem búsettur er á Isafirði. Ævistarf séra Jónmundar skiptist í þrjá meginþætti, kennimannsstarf, búskap og félagsmál. Hann var margra rnanna maki að hverju, sem hann gekk, og allt varð að láta undan átökum hans, sem voru hamrömm, hvort sem hann stóð í stólnum eða við orfið eða stjórnvölinn í sveitar- og héraðsmálum byggðarlags síns. Hann var bardagamaður mikill í eðli sínu og kom það títt fram í starfi hans og stórhuga, svo að fár eða enginn gat fylgt honum þar eftir. Hann var höfuðskörungur, að hverju sem hann gekk, og sást oft lítt fyrir. Hann markaði því greinileg spor í samtíð sína, sem fennir ekki yfir í náinni framtíð. Hann setti slíkt svipmót á byggðarlag sitt, að hans verður lengi minnzt sem eins hins stórbrotn- asta manns, sem ísland hefir alið. Kom það fram í öllum störfum hans, sem ég vil nú að litlu leyti lýsa og gera grein fyrir. Séra Jónmundur var eldheitur kennimaður og áhuga- sarnur mjög. Hefi ég ekki þekkt hans líka í ræðustól. Mátti þar finna, að „logandi eldur byltist dýpst í barmi“, þar sem hann var. Slíkur var áhugi hans og eldmóður, en hitt spillti máli hans, að ræður hans voru ekki nægilega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.