Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 34
392 KIRKJURITIÐ til 1. júní s.l. Er hann tók við stjórn sveitarfélags síns, var efnahagur þess slæmur, en með harðfylgi og dugnaði losaði hann hreppinn við ógrynni skulda og bætti svo hag hans efnalega, að nú mun hann einn fjáðasti hreppur á landinu, miðað við fólksfjölda. Vann hann þar stórvirki, sem lýsir vel manninum, kjarki hans og óbilandi trausti á sjálfum sér, að láta ekki bugast, þótt við ofurefli væri að etja, en kreppuárin eftir 1930 ofreyndu margan mann, svo að hann bar ekki sitt barr eftir, en séra Jónmundur stóð jafnréttur eftir þau átök og firrti sveitarfélag sitt gjaldþroti og örbirgð. Má óhikað þakka það aðgerðum hans. 1 flestum eða öllum félagsmálum sveitar sinnar tók hann þátt og lét alls staðar mikið að sér kveða, stóð hann þar jafnan fremstur í flokki, örfaði og hvatti menn til átaka. Einnig á því sviði kom hann miklu til leiðar. Sem að framan getur var séra Jónmundur sýslunefndar- maður sveitar sinnar. Kvað jafnan mikið að honum á sýslufundum, var þar aðsópsmikill sem annars staðar og setti sinn sérstæða svip á þá með mælsku sinni, áhuga og ákafa. Þar hélt hann sem jafnan fast á málunum og stóð sem klettur úr hafinu, óhagganlegur og traustur, þegar svo bar undir. Kom þar fram sem annars staðar, að hann bar hag sveitarfélags síns mjög fyrir brjósti og firrti það með því mörgum útgjöldum og kostnaði. Ég ræð það af líkum, að sýslunefndarmönnum muni þykja sjónarsviptir að honum og að nokkru dauflegri vistin á fundum þeirra, að séra Jónmundi gengnum og horfnum af sjónar og starfsviðinu með þeim. Hann var líka jafnan fulltrúi búnaðarfélags sveitar sinn- ar á þingum Búnaðarsambands Vestfjarða og þar ávallt ótrauður fylgismaður þeirra mála, sem til framfara og heilla máttu verða bændum í hvers konar framfaramálum þeirra, sem búnaði kom við. Séra Jónmundur verður mér að sjálfsögðu minnisstæð- astur í kirkjulegum félagsmálum. Tók hann mikinn og virk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.