Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 34

Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 34
392 KIRKJURITIÐ til 1. júní s.l. Er hann tók við stjórn sveitarfélags síns, var efnahagur þess slæmur, en með harðfylgi og dugnaði losaði hann hreppinn við ógrynni skulda og bætti svo hag hans efnalega, að nú mun hann einn fjáðasti hreppur á landinu, miðað við fólksfjölda. Vann hann þar stórvirki, sem lýsir vel manninum, kjarki hans og óbilandi trausti á sjálfum sér, að láta ekki bugast, þótt við ofurefli væri að etja, en kreppuárin eftir 1930 ofreyndu margan mann, svo að hann bar ekki sitt barr eftir, en séra Jónmundur stóð jafnréttur eftir þau átök og firrti sveitarfélag sitt gjaldþroti og örbirgð. Má óhikað þakka það aðgerðum hans. 1 flestum eða öllum félagsmálum sveitar sinnar tók hann þátt og lét alls staðar mikið að sér kveða, stóð hann þar jafnan fremstur í flokki, örfaði og hvatti menn til átaka. Einnig á því sviði kom hann miklu til leiðar. Sem að framan getur var séra Jónmundur sýslunefndar- maður sveitar sinnar. Kvað jafnan mikið að honum á sýslufundum, var þar aðsópsmikill sem annars staðar og setti sinn sérstæða svip á þá með mælsku sinni, áhuga og ákafa. Þar hélt hann sem jafnan fast á málunum og stóð sem klettur úr hafinu, óhagganlegur og traustur, þegar svo bar undir. Kom þar fram sem annars staðar, að hann bar hag sveitarfélags síns mjög fyrir brjósti og firrti það með því mörgum útgjöldum og kostnaði. Ég ræð það af líkum, að sýslunefndarmönnum muni þykja sjónarsviptir að honum og að nokkru dauflegri vistin á fundum þeirra, að séra Jónmundi gengnum og horfnum af sjónar og starfsviðinu með þeim. Hann var líka jafnan fulltrúi búnaðarfélags sveitar sinn- ar á þingum Búnaðarsambands Vestfjarða og þar ávallt ótrauður fylgismaður þeirra mála, sem til framfara og heilla máttu verða bændum í hvers konar framfaramálum þeirra, sem búnaði kom við. Séra Jónmundur verður mér að sjálfsögðu minnisstæð- astur í kirkjulegum félagsmálum. Tók hann mikinn og virk-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.