Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 46

Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 46
404 KIRKJURITIÐ fullur útaf hinni vaxandi mótstöðu, sem kristin trú hefir orðið fyrir upp á síðkastið í þessum löndum, — sérstaklega á Ind- landi. Gleðilegt var að heyra séra Miyakoda, aðalframkvæmda- stjóra Biblíufélagsins í Japan, segja frá framgangi kristinnar trúar þar á landi. Síðan keisarinn lýsti yfir því, fyrir nokkr- um árum, að hann væri ekki guðleg vera, hefir hin gamla trú landsins hrörnað mikið. Fjöldi fólks af öllum stéttum les Biblíuna, þótt það hafi ekki opinberlega játað kristna trú, enn sem komið er. Það eru margir kristnir söfnuðir í Japan. í þeim eru nú um 2 milljónir manna. Starfsemi ameríkanska Biblíufélagsins er afar mikil, eins og kunnugt er, og eins hjálpsemi þess við önnur lönd. Aðalfram- kvæmdastjóri þess, dr. North og dr. Taylor, sem var með honum, sögðu dálítið frá starfi þess, og eins frá hinni miklu trúarvakningu sem á sér stað í Brasilíu um þessar mundir. Þeir álitu, að þessi trúarvakning væri algjörlega að þakka hinni miklu útbreiðslu Biblíunnar í Brasilíu og hungri og þorsta fólksins eftir að lesa hana. Dr. Visser t Hooft, framkvæmdastjóri „The World Council of Churches", hélt síðasta daginn, sem við vorum í Eastbourne, alvarlega ræðu um það, hve brýn nauðsyn væri á því, að Biblíufélögin og heimssamband kirknanna ynnu saman: „Það er mál til þess komið,“ sagði hann, „að kirkjurnar og Biblíu- félögin fari að vinna saman af alhug. Við, í alheims kirkju- sambandinu, þurfum á hjálp Biblíufélaganna að halda, ekki aðeins við prentun og útbreiðslu Biblíunnar, heldur líka til þess að hún geti komið sem flestum að notum.“ Við dr. Visser t Hooft ræddumst við nokkrum sinnum, og skildist mér, að honum myndi þykja bæði fróðlegt og skemmti- legt, ef hann gæti komið til íslands á einhverjum af sínum mörgu ferðum á milli Sviss og Ameríku. — Fundur Sameinuðu Biblíufélaganna í Eastbourne endaði á altarisgöngu, og síðan fluttum við hinn 1. maí frá Imperial Hotel í Eastbourne til hótels með sama nafni í Russell Square í Lundúnum. Mánudaginn 3. maí var fundur í húsi brezka Biblíufélagsins. Formaður þess, hr. Clark, bauð fulltrúa hinna erlendu Biblíu- félaga velkomna með hlýjum orðum. Síðan voru kveðjur fluttar og gjafir afhentar frá nokkrum löndum. Næsta dag var saros

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.