Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Qupperneq 50

Kirkjuritið - 01.10.1954, Qupperneq 50
Lárus Sigurjónsson áttrœður, Lárus Sigurjónsson skáld. Lárus Sigurjónsson skáld nr fæddur í Húsavík í Borgarfjarðar- hreppi eystra 14. ágúst 1874. Voru foreldrar hans Sigurjón bóndi Jóns- son og kona hans, Jóhanna Jóhann- esdóttir. Stúdent varð hann 1903 og kandídat í guðfræði frá Presta- skólanum 1906. Hélt hann að því loknu til Danmerkur og sótti fyrir- lestra í lýðháskólanum í Askov næsta vetur í þeim tilgangi að búa sig undir kennslustarf hér heima. En þar varð önnur raunin á, því að nú hélt hann vestur um haf og ól þar aldur sinn um áratuga skeið, fyrst í Kanada, en því næst í Bandaríkjunum. Kvæntist hann þarlendri konu, Mabel N. Eyres. Hún var söngmenntuð, og hann hafði einnig numið raddþjálf- un. Héldu þau hjón um langt skeið söngskóla í Chicago. Lárus kom heim fyrir fullum áratug, en hvarf þá vestur aftur. En nú munu þau hjón alflutt hingað, og eru búsett í Reykjavík. Allt frá æskuárum hafði Lárus mestu mætur á skáldskap og orti snemma og var kunnur fyrir Ijóð sín á skólaárum sín- um. Um langt skeið lét hann lítið á Ijóðagerð sinni bera, en mun þó alltaf hafa ort. En ljóðagerð hans tók miklum stakka- skiptum og varð æ sérkennilegri og yfirgripsmeiri. Er óhætt að segja, að ýmislegt í ljóðum hans sé alveg sérstætt í íslenzkurn kveðskap, eins og vildi skáldið spenna yfir allar stefnur og straumhvörf aldanna. Er sá, sem þetta ritar, enginn maður til þess að dæma um það, hversu tekizt hefir, en hversdagslegt er það ekki. Komu Ijóð hans út 1946 og voru nefnd Stefjamál. Fleira hefir Lárus ritað og þýtt. Kirkjuritið óskar honum árs og friðar á kvöldi æfinnar. M. J.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.