Kirkjuritið - 01.10.1964, Side 40
KIltKJUltlTIÐ
374
dal, í Bústaðaprestakalli séra Olafur Skúlason, æskulýðsfull-
trúi, í Grensásprestakalli kandidat Felix Olafsson, í Háteigs-
prestakalli séra Arngrímur Jónsson, sóknarprestur í Odda, í
Langholtsprestakalli séra Sigurður Haukur Guðjónsson, sókn-
arprestur að Hálsi, í Nesprestakalli kandidat Frank Halldórs-
son.
Þessari aukningu á starfsmannaliði kirkjunnar liér í þessari
ört vaxandi Iiöfuðborg ber að sjálfsögðu mjög að fagna. Er
vonandi, að svo verði eftirleiðis fylgzt með þróun mála á þessu
sviði, bæði liér og annars staðar á landinu, að kirkjan dragist
ekki óhæfilega langt aftur úr né að svo verði látiö reka á reið-
anum um knýjandi nýskipun sókna og prestakalla, að til vanda
dragi.
Auk þessara 6 nýju prestsembætta hér í Reykjavík, hefur
kirkjan, eins og Jiegar er að vikið, fengið Jirjú ný prestseinb-
ætti á árinu. Að vísu eru þau ekki enn orðin lögfest, en mikil-
vægan ávinning tel ég Jiau öll allt um það. Nauðsyn þeirra
allra liefur verið viðurkeninl og munu Jiau sanna tilverurétt
sinn. Ég tel sérstaklega mikilvægt, að nauðsyn á aukinni Jijón-
ustu í sjúkrabúsum liefur verið viðurkennd. Naut ég góðs
stuðnings lækna við að Jioka Jiví máli í þelta liorf og mun ekki
skorta skilning úr Jieirri átt á gagnsemi og Jiörf aukinnar, and-
legrar aðlilynningar í sjúkrahúsum.
Ég tel einnig, að gott skref liafi verið stigið í rétta átt með
Jiví að koma á skipulegri prestsþjónustu á Keflavíkurflugvelli-
Frumkvæði í því máli kom frá héraðsfundi Kjalarnessprófasts-
dæmis. Er og auðsætt, að fjölgun presta í ]>ví prófastsdæmi er
fullkomlega tímabær.
Þá tel ég fulla ástæðu til að fagna þeirri ákvörðun að stofna
íslenzkt prestsembætli í Kaupmannahöfn. Islenzka Jtjóðkirkj-
an befur ekki haft mikið beint samband við þá Islendinga,
sem búsetlir eru erlendis eða dveljast þar langdvölum. Hún
liefur ekki aflað sér aðstöðu til neinnar skipulegrar starfseim
meðal landa í öðrum lönduin, enda eru þeir að vísu dreifðir
og of fáir saman á hverjum stað til Jiess að auðgert sé að koina
slíkri starfsemi við. Um Jietla befur þó Kaupmannaböfn og
Danmörk greinilega sérstöðu, Jiar sem fleiri íslenzkir ríkisborg-
arar munu dveljast ]>ar en í öðrum löndum, bæði námsmenn