Kirkjuritið - 01.10.1964, Síða 41
KIUKJURITIÐ
375
aðrir. Auk þess má frá Kaupmannahöfn liafa nokkur tengsl
við „nýlendur“ Islendinga í öðrum borgum Norðurlanda.
Það er orðið langt síðan ég fór að láta mig dreyma um, að
íslenzkur prestur yrði ráðinn lil þjónustu meðal Islendinga í
Danmörku, með búsetu í Kaupmannahöfn og til fyrirgreiðslu
annars staðar á Norðurlöndum eftir því sem við mætti koma.
Það er fullur aldarfjórðungur síðan ég tók ástfóstri við þá
hugmynd. Hafði ég þá líka í huga, livað það gæti verið æski-
legt, að guðfræðingar eða prestar, sem væru vel fallnir til slíks
starfs gætu jafnframt fengið tækifæri til þess að auka nám
sitt með því að lilýða fyrirlestrum við Kaupmannahafnarhá-
skóla, kynna sér að öðru leyti kirkjulega starfsemi frændþjóð-
arinnar og vinna að fræðilegum verkefnum. Hafði ég því liugs-
að mér að heppilegast yrði að menn væru ráðnir í þetta starf
til tiltölulega fárra ára.
Ég hafði nokkrum sinnum fært þetta mál í tal, bæði við
danska menn og íslenzka. I júní í fyrra, þegar ég fór til Kaup-
niannahafnar, ræddi ég það allýtarlega, m. a. við ambassador
Islands. Fóru síðan hréf okkar í milli um málið og veitti hann
hugmyndinni eindreginn stuðning. Lýsti liann því álili sínu,
að það væri mjög tímabært að fá prestlærðan Islending til
Kaupmannahafnar, er annaðist prestleg störf fyrir Islendinga
húsetta þar, messugerðir og aðra þjónustu. Benti Iiann á í því
sambandi, að við sendiráð nágrannaþjóðanna eru starfandi
l'restar og lagði til, að svipað fyrirkomulag yrði tekið upp af
vorri liálfu.
A grundvelli þessara bréfaskipta og annarra atliugana tók
eg svo málið formlega upp við kirkjumálaráðuneytið með þeim
árangri, að ráðuneytið heimilaði mér að ráða prest til starfa í
Kaupmannahöfn og var séra Jónas Gíslason til þess ráðinn frá
1. júlí þ. á. að telja.
Ég hef farið þessum orðum um aðdraganda þessa máls til
þess að gera það ljóst, ef þess kynni að vera þörf, að þetta
cnibætti er ekki til komið sem nein skyndiráðstöfun af annar-
legu tilefni. Málið var undirhúið án þess að neinn sérstakur
maður væri liafður í liuga og ég á uppástunguna að því, hver
var til starfsins ráðinn. Það er rétt að taka þetta fram vegna
tilefnis, sem að vísu er ómerkilegt.