Kirkjuritið - 01.06.1967, Side 6
KIRKJURITIÐ
244
mörg önnur ril eftir liann. Hann unni prestsstarfinu og kirkju
sinni og er mjög harmdauði sóknarbörnum sínum og oss stétt-
arbræðrum.
Þrír prestar og prófastar, sem látið liöfðu af embætti, eru
einnig liorfnir.
1. Síra Þórður Oddgeirsson andaðist 3. ágúst.
Hann fæddist 1. september 1883 að Miklabolti á Snæfells'
nesi, sonur bjónanna Oddgeirs prests Guðmundsen og OnnU
Guðmundsdóttur.
Hann varð stúdent í Reykjavík 1906, útskrifaðist frá Presta-
skólanum 1910. Var sama ár vígður aðstoðarprestur til Sauða-
ness, veitt Bjarnanes 1913 og Sauðanes 1918 og þjónaði pvl
kalli unz bann fékk lausn frá embætti fyrir aldurs sakir 1-
júlí 1955. Frá árslokum 1941 var hann prófastur í N-Þingeyjaf'
prófastsdæmi.
Sr. Þórður var tvíkvæntur. Fyrri kona lians, Þóra Ragnheið-
ur Þórðardóttir, andaðist 1950. Þau giftust árið 1910 og eigU"
uðust 8 börn, 7 þeirra eru á 1 ífi. Síðari konu sinni, Ólafíu
Sigríði Arnadóttur, kvæntist sr. Þórður 1951. og missti bana
1962. Þau voru barnlaus.
Síra Þórður Oddgeirsson var glæsimenni í sjón, mikiil a
velli og fríður sýnum, söngmaður góður og skörulegur klerk-
ur, glaður maður og ljúflyndur og varð vel til vina.
2. Síra Eiríkur Þ. Stefánsson lézt 16. ágúst.
Hann fæddist 30. maí 1878 að Bergsstöðum í Svartárdal-
Foraldrar bans voru sr. Stefán prestur og síðar prófastur Jons-
son og kona lians, Þorbjörg Halldórsdóttir.
Hann varð stúdent í Reykjavík 1902 og kandidat frá Presta-
skólanum 1905. Veittir Torfastaðir í Biskupstungum í desein-
ber sama ár og þjónaði liann því sama kalli nær 50 ár, 1*1
fardaga 1955. Hann var skipaður prófastur í Árnesprófasts-
dænii frá 1. maí 1948.
Kona sr. Eiríks var "Sigurlaug Erlendsdóttir. Þau giftns1
1906 og eignuðust 2 börn, misstu son sinn frumvaxta en dóttn
þeirra er á lífi.
Síra Eiríkur Stefánsson var einn liinna kyrrlátu í stéttinn
en gagnmerkur maður og virtur af ölluni. Hann var samvizkn-
samtir í embættisstörfum, bygginn maður og breinskiptmni
böfðingi lieint að sækja, ráðbollur og manna hjálpfúsastur.