Kirkjuritið - 01.06.1967, Page 12
250
KISKJURITIÐ
Vísitazía — utanför
Ég vísiteraði á sl. ári tvö prófastsdæmi, Isafjarðarprófastsdæm-
in bæði. Vil ég einnig við þetta tækifæri flytja þakkir próföst-
um, prestum og söfnuðum fyrir góðar viðtökur og samveru-
stundir.
Ég þáði vinarboð ensku þjóðkirkjunnar í byrjun desember.
Er líklegt, að erkibiskup Kantaraborgar muni geta endurgold-
ið þá heimsókn með koniu til íslands á næsta eða þar næsta
ári.
Mót —• hátíöir.
Kristilegt mót var að venju í Vatnaskógi í júnílok. Þar voru
vígðir 3 nýir kristniboðar til starfa í Konsó.
Skálboltsliátíð var lialdin 24. júlí. Þangað var boðinn lierra
Jakup Joensen, Færeyjabiskup, og prédikaði liann á liátíðinni-
Þetta boð var vísir að viðleitni í þá átt að treysta kirkjuleg
tengsl við þá bræðraþjóð, sem oss er nákomnust.
Hólahátíð var einnig lialdin. Hún var 14. ágúst.
Minningarhátíð var á Prestsbakka og Kirkjubæjarklaustri
ágúst, en ártíð sr. Jóns Steingrímssonar er 11. ágúst og voru
þá liðin 175 ár frá dauða lians. Nú er öruggur skriður koniinn
á það að reisa kirkju á Kirkjubæjarklaustri og eru liéraðs-
menn mjög einhuga í því máli. Þar liafði kirkja staðið leng'
ur samfleytt en á öðrum stöðum hérlendum, þegar liún var
ofan tekin á síðustu öld og kirkja sóknarinnar reist á öðrum
stað.
Fjárveitingar.
Fjárveitingar Alþingis til kirkjumála bækkuðu ofurlítið 11
nokkrum liðum. Þeir liðir eru allir lágir og því ekki um stor-
ar uppliæðir að ræða, þótt nokkru nemi blutfallslega, setn
þakka ber. Mestu skiptir hækkun á framlagi til kirkjubygg'
ingasjóðs, úr einni milljón í hálfa aðra. Hiisaleigustyrkm
presta bækkar úr 360 þús. í 500 þús. Þá var nokkur liækkun
á fjárveitingum til æskulýðsstarfs og til sumarbúða í SkálboH1
og við Vestmannsvatn. Nemur Iiækkunin samtals 250 þús.
Kirkjuþing.
Kirkjuþing var báð liér í Reykjavík á sl. liausti, fimmta í röð-
inni. Það var sett 2. október.