Kirkjuritið - 01.06.1967, Page 24
GarSar Þorsteinsson:
Sr. Vigfús
Ingvar
Sigurðsson
Minning
Sr. Vigfús Ingvar Sigurðsson fv. sóknarprestur og prófastur
á Desjarmýri andaðist á VífilsstaSaliæli 11. júní sl. Hann var
fæddur 7. maí 1887 í Kolsliolti í Villingaholtshreppi í Árnes-
þingi, en þar bjuggu foreldrar lians Sigurður bóndi Jónsson
og Guðrún Vigfúsdóttir kona hans. Var Vigfús Ingvar einka-
sonur þeirra, en Guðfinna, kona Emils Jónssonar ráðherra
einkadóttir. Vigfús Ingvar ólst upp í foreldraliúsum og snemnia
mun hafa komið í Ijós hjá honum sterk þrá og góðir liæfileik'
ar til mennta. Átti liann því láni að fagna að liljóta skóla-
undirbúning lijá kirkjuliöfðingjanum og trúarskáldinu sr-
Valdimar Briem vígslubiskupi á Stóra-Núpi. Og víst er þa^-
að það upphaf á námsbrautinni liafði varanleg áhrif á trúarlíf
og lífsstefnu hins unga manns.
Að loknu guðfræðinámi við Háskóla Islands var liann vígO'
ur 29. sept. 1912 sem settur sóknarprestur í Desjarmýrarpresta-
kalli í Borgarfirði eystra og hlaut liann veitingu fyrir þvl
kalli vorið 1913 og þjónaði því óslitið þar til hann lét af
prestsskap árið 1961. Síðustu prestsskaparár sín var hann pr°'
fastur í Norður-Múlaprófastsdæmi, en sex seiimstu ár aevi
sinnar átti hann og kona hans heima í Hafnarfirði.
Sr. Vigfús Ingvar Sigurðsson var sérstæður, heilsteypt11’
maður, minnisstæður öllum, sem kynntust lionum. Ung111
varð lxann prestur í afskekktu og erfiðu prestakalli fjarrr
æskustöðvum sínum, fyrri heimaslóðum. Þar beið lians vanda-