Kirkjuritið - 01.06.1967, Qupperneq 40
KIRKJURITIÐ
278
Það er gott og sjálfsagt að trúa börnunum fyrir einhverjunt
atriðum fjölskyldumessunnar, því að börnin kunna niiklu
betur að meta þá messu, sem þau taka þátt í að undirbúa og
eiga lilutdeild í. Það mætti trúa börnunum fyrir enn fleiri at-
riðum en ég lief nefnt liér á undan, svo sem við undirbúning
messunnar, t. d. setja upp sálmanúmerin, lesa guðspjallið 1
messunni, leika á blokkflautur undir sálmasöng, taka sain-
skot til kirkjunnar eða einhvers sérstaks málefnis á bennar
vegum o. s. frv.
Það er tvímælalaust mikill kostur að geta baft sem flestai
messur fyrir liádegi á sunnudögum, a. m. k. í bæjum og öðru
þéttbýli. Á Norðurlöndum geta prestarnir byrjað sínar barna-
og fjölskyldumessur kl. 9 eða luilf tíu á sunnudagsmorgnana
og liaft svo liámessuna ]iar á eftir kl. 10 eða liálf ellefu. Það
þætti snemmt liér á landi. Með messutímann verður kirkjan að
sjálfsögðu að laga sig eftir aðstæðum á bverjum stað, og hafa
messur á þeiin tímum, sem henta söfnuðunum bezt. En niorg-
unmessur bafa þann mikla kost, að þær skapa möguleika fyru'
safnaðarmeðlimi til annars en kirkjuferðar að sunnudeginunii
svo sem til útivistar, lieimsókna eða ferða. Þess vegna eru
morgunmessur að sumarlagi auðvitað enn ákjósanlegri en
endranær þar sem þeim verður á annað borð við komið, en
lijá oss er vart liugsanlegt að byrja nokkra messu fyrr en 1
fyrsta lagi kl. 10 eða hálf ellefu á sunnudagsmorgnana.
Fjölskyldumessan að morgni sunnudagsins hefur verið mer
og mörgum öðrum meðlimum safnaðarins sannkölluð bátíS
sunnudagsins, en mesta hátíðin liefur þó verið, þegar skn*
hefur verið í messunni. Hvergi liefur skírnaratböfnin átt eins
vel heima og í slíkum messum.
Altarisgöngur eru fátíðar Iijá oss og allt að því óhugsanth
í barna- og fjölskyldumessum. Nú er um það rætt bjá systni-
kirkjum vorum á Norðurlöndum að innleiða altarisgöngur f>'’
ir fermingu. I Danmörku lief ég verið til altaris í kirkju, þaI
sem börn krupu við Guðs borð með foreldrum sínum,
livað er eðlilegra en börn fylgi foreldrum sínum þangað °r
séu þátttakendur í þeirri bátíð í búsi Drottins. Danskur pres)'
ur, H. C. Lorentzen í Langesö á Als, lýsir því, hvernig sakra-
mentið er um hönd liaft í barna- og fjölskyldumessum í bans
kirkjum.