Syrpa - 01.07.1915, Side 21

Syrpa - 01.07.1915, Side 21
SYRPA, I. HEFTI 1915 19 unlnn. Eg skildi ekkert í þessu; liafði áður eigi þekt líkt ástand. Datt því helst í hug, að veiki væri að búa um sig í mér. Eg reyndi á allan hátt til þess að hrinda þess- um óróleika frá mér, en það var alls ekki hægt. Þegar á daginn leið fór það smátt og smátt að skýrast fyrir mér, að þessi hætta, sem mér fanst vofa yfir, snerti piltana, en þó eink- um Jón Sigurðsson. Mér virtist einnig, að verið væri að ýta undir mig með að fara í flýti út að Blöndu- ósi og koma í veg fyrir eitthvert óákveðið slys. Eg vildi rjúka af stað, en enginn liestur var við hend- ina. Að hlaupa til næsta bæjar og fá þar hest að láni fanst mér svo heimskulegt. Hér gæti eigi verið um neitt annað að ræða en ein- hverja vitleysu, er sæti svona blý- föst í liausnum á mér. Um enga hættu væri heldur að tala, sem hægt væri að koma í veg fyrir. Svona leið tíminn með sömu óþrcyj- unni. í rökkurs byrjun verður hugboðið ákveðnara. Eg þóttist þá finna með vissu, að það stefni að Jóni, og helzt að hann mundi drukna. Drukna! 3>að er ómögu- legt, hugsaði eg. Þótt steinliði yfir hann í Húnavatni, væri engin hætta á ferðum. Deir gætu um leið tekið liann upp úr vatninu. Eg reyndi að sannfæra mig um það livaða ógna vitleysa þetta væri. En eg gat það eigi. Og svo fundust mér raddir hvísla að huganum:— “Nú er alt um seinna.” Jón reið á móskjóttum liesti, sem eg átti. Um hálfrökkurs-leytið finst mér cg vita af því eða hálf sjá það að Jón ríði á sund út í Húna-ósinn, þar sem hann fellur úr vatninu, og drukna þar. En Húnaós er nefnd áin, sem rennur úr Húnavatni til sjávar. Enga líkamlega sýn sá eg þó. Mér virtist þetta líkast því sem kæmi fram í huganum óljós mynd af hálfgieymdum viðburði. Nú virtist mér hugboðið hverfa, en í stað þess koma nær því föst vissa um að Jón Sigurðsson væri druknaður á nefndum stað. En hér var um ekkert að gera. Myrkur fallið á og hér um bil 8 km. til stað- arins. Eg beið með þeirri óþreyju eftir piltunum, að eg gat ekki eitt augnablik staðið kyr. Svo komu þeir, er náloga var fulldimt orðið. En Jón var eigi með þeim. Eg spurði þegar eftir honum. Ueii' sögðu, að á hcimleiðinni hefði hann kveðið sig þurfa að fara að Hjalta- bakka. Dar hefði hann sama sem enga viðdvöl liaft, og sáu þeir hann ríða allgreitt suður og niður frá bænum. Bjuggust því við að liann mundi bíða þeirra við Laxá. En er svo reyndist eigi, héldu þeir að hann hefði riðið heim á undan þeim, og meira vissu þeir eigi um hann. Morguninn eftir kom það í ljós, að Jón liafði, er liann fór frá Hjalta- bakka, stefnt beint þangað, sem Húnavatn fellur í Iíúnaós. Hefir að líkinduin álitið það skemri leið að Þingeyrum. Á söndunum sást glögt hvar hesturinn hafði farið út í, og alllangt þar frá, hvar hann hafði komist upp úr. En Jón druknaði þar. í sambandi við þetta vil eg geta þess, að fyr um sumarið sagði eg við Einar Einarsson á Geirastöðum nú á Blönduós, að það lægi fast 1 grun mínum, að einmitt á þossum sama stað myndi einhver drukna af hesti áður en sumarið væri liðið.

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.