Syrpa - 01.07.1915, Page 43

Syrpa - 01.07.1915, Page 43
SYRPA, I. HEFTI 1915 41 land aö lieimsveldi og var um tíma á góöum vegi með að framkvæma það. En það hefði verið meiri hnekkir fyrir hagsmuni og vald ná- granna þjóðanna en svo að þær gætu leyft það. Þessvegna var hvert sambandið á fætur öðru myndað til þess að standa á móti yfirgangi hans í einni orustunni, sem hann háði, orustunni við Leipsig 1813, var sam- ankomið lið frá svo mörgum þjóð- um, að sú orusta hefir verið nefnd ,,þjóðaorustan“. Napóleon þrengdi að öllum nágranna löndum sínum, tók landspildur frá sumum, setti bræður sína til að stjórna öðrum og hnekti verzlun iðnaðarþjóðanna, t. d. Englands. Það var því eðlilegt að þær sameinuðu sig á móti Iion- um, bæði hagsmunir þeirra og sjálf- stæði krafðist þess. Þegar Napóleon var úr sögunni var myndað þjóðasamband, sem var nefnt hið „heilaga þjóðasamband“, og voru Rússland, Austurríki og Prússland helztu ríkin í því. Aðal- markmið þessa þjóðasambands var að bæla niður allar frelsishreyfingar gegn einveldinu, hvar sem þær gerðu vart við sig í Norðurálfunni; og vann það dyggilega að því starfi um langan tíma. En þegar það sýndi sig að hagsmunum þessara ríkja var ekki bezt borgið með samein- ingu þeirra, var vináttunni lokið. í smástríði einu milli Rússa og Tyrkja 182* gekk Austurríki í lið með Englandi, til þess að koma í veg fyrir að Rússar næðu of miklum yfirráðum í lö'ndum Tyrkja og fengju greiðan aðgang að Miðjarðarhafinu. Aftur í Krímstríðinu 1853—1856 tóku Englendingar og Frakkarhönd um saman til að hjálpa Tyrkjum. Englengingar í hagsmunaskyni, en Frakkar lil þess að hefna sín á Rúss- um fyrir ófarirnar á herferð Napóle- ons til Rússlands. Keisari Frakka var þá Napóleon þriðji, bróðursonur þfapóleons Bónaparte. Eftir fall Napóleons 1815 voru þrjátíu og níu þýzk smáríki, sem höfðu oft átt í innbyrðis deilum, sameinuð og Austurríkiskeisarigerð- ur að forseta sambandsins. En Prússar voru þá farnir að láta til sín taka og undu því illa að Austurríki hefði mest vald í hinum þýzkumæl- andi löndum. Prússland var upp- runalega eitt af smáhertogadæmun- um á Norður-Þýzkalandi, en hafði vaxið mjög á 18. öldinni við það að ýms önnur smáríki höfðu runnið inn í það; varð það með tímanum stærst og voldugast af öllum þýzku ríkj- unum. Þegar Prússland byrjaði ó(- frið við Danmörk og tók undir sig hertogadæmin Slésvík og Holstein var Austurríki með, þó með því skil- yrði að það fengi sinn hluta af lönd- um þeim sem Danmörk varð að láta af hendi. En tveimur árum síðar voru Prússland og Austurríki kom- í stríð, meðfram út af ágreiningi um hertogadæmin, en aðallega þó til þess að gera út um það, hvort þeirra skyldi hafa meiri yfirráð á Þýzkalandi. Þessi ófriður var 1866 og fór ‘Austurríki hina verstu hrak- för. Fjórum árum síðar hófst hinn mikli ófriður milli Þýzkalands og Frakklands. Tildrögin til hans voru þau, að prinsi einum af Hohenzoll- ern ættinni (Konungar Prússlands eru af þeirri ætt) var boðið að verða konungur á Spáni. Frakklands- keisari reis upp á móti því, og gerði sig ekki ánægðan með að prinsinn afþakkaði boðið, heldur krafðist þess af konungi Prússa, að enginn af

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.