Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Qupperneq 54

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Qupperneq 54
44 OLDUKAST N. Kv. einstakan. Hún hafði í ferskn minni sína eigin skólagöngu og vissi svo vel hvað þreyt- ir unglinginn og beygir, hvað vekur hann, uppörfar og gfæðir hans beztu tilfinningar — hún vissi, að hógvær aðfinnsla, kærleiks- ríkar áminningar og viðvaranir koma meiru góðu og göfugu til leiðar hjá hinni ungu sál, en kuldalegar og hrottalegar ávít- ur, skammir og hrakspár. Mitt í sorginni fannst henni hún verða svo sæl og öllu fargi af sér létt, er hún innan um barnahópinn sinn átti fullt í fangi með að komast yfir að svara öllum þeim spurningum, sem að henni var beint úr öllum áttum. Að leysa úr þeim, það átti við hana, það var hennar líf og yndi. Nú er hún sat þegjandi í garðherberginu á Karlsró og var að hugsa um einhverja smáferð. sem lnin ætlaði að fara nreð skóla- börnunum sinum, kom þjónustustúlkan inn með bréf til hennar. Var sem henni sýndist — höndin hennar frú Fanny Gran utan á því! Hvað var urn að vei'a? Óljós grunur gi'eip hana þegar, og, hún leit fljót- lega til Lorentze, er svaf svo vært. Svo braut hún upp bréfið og las: Pegli við Genúa, 15. marz. „Eg skrifa þér nú þess efnis að biðja þig að tilkynna Lorentze þá sorgarfregn, er eg nú lief að færa. í fyrradag brá eg mér með nokkrum vinum mínum út í götu þá, þar sem gimsteinabúðirnar eru, og var það ætl- un okkar að skoða og ef til vill kaupa þar ýmsa skartgripi. Um morguninn hafði Gran kvartað um að hann væri eitthvað veikur, sérstaklega í liálsinum, en eg veitti því svo sem enga eftirtekt, en hélt. það vera vana- legt kvef. Annars var hann víst ætíð hrædd- ur við alla kvilla. Hugsaðu þér svo hræðslu rnína og harm, er eg kom heim aftur, er eg frétti, að læknir hefði hjá honum verið og kvað það vera hálsveiki mjög alvarlega. Var Gran þegar í snatri fluttur á bráðabirgða- spítala. Eg er ævinlega svo óttalega hrædd við sóttnæmi, og hef ætið verið, og hélt að eg alveg ætlaði að missa vitið af hræðslu. Hótelstjórinn sagði, að eg á angabragði yrði að flytja burt, og var hann á glóðum yfir því, að sjúkdómur þessi yrði þegar gerður heyrinkunnur. Eg brá þegar við og flutti hingað til Pegli, smábæjar, rétt hjá Gentia, og hér er loftslagið ennþá heilnæmara en þar, og var stöðug rigning á meðan við dvöldum þar. Eg hef oft sent á spítalann til að vita, hvernig honum liði, og sömuleiðis hef eg skrifað lækninum, en annars er eg nú ekki góð að skrifa á frakknesku. Nú rétt í þessu fékk eg boð um, að hann sé dáinn. Eg er alveg utan við mig, og eg get eigi lengur dvalið hér í þessu óheiljaplássi og fer því þegar í kvöld með járnbrautinni áleiðis til Sviss, til margra góðra vina og kunningja, sem eg á þar. Eg hef nóg með- mæli og lánstraust, svo hvað það snertir er eg í engum vandræðum. Samkvæmt erfða- skránni okkar á milli, er samin var í Kaup- mannahöfn, er eg nú orðin eigandi að öll- um eignum hans, nema nokkrum dánar- gjöfum, og hefur hann þar einnig hugsað um þig. Annars liggur nú ekki á að ganga frá þessu, lyrr en eg er betur búin að átta mig á þessu öllu og get sjált’ komið heim og gert nánari ákvarðanir. Eg er svo hrædd við sóttnæmi, að mér er ómögulegt að vera við greftrun lians, en auðvitað sé eg um hana eftir því sem við á og slíkum rnanni sæmir. Fyrir skömmu vorum við úti í kirkjugarði og skoðuðum legsteinana þar, og er eigi ólíklegt að Gran hafi þá orðið innkulsa, þvi kuldann lagði svo ónotalega um okkur frá marmarasúlunum þar. En hann getur og hafa sýkst á sjálfu hótelinu, því þessi sýki hafði áður gert vart við sig, en því var haldið leyndu. Ef til vill hefði hann helzt viljað vera fluttur heim, en það er ekki þægilegt við það að eiga, er um svona næma sjúkdóma er að ræða. Við höfum þá verið aðeins 6 mánuði í hjónabandi — er ekki ógurlegt til þess að liugsa! — En eg veit, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.