Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Blaðsíða 138

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Blaðsíða 138
128 FLINK STÝRIMAÐUR N. Kv. hjálpaði, því að allir voru víst orðnir heyrn- arlausir! Fyrst, er liðið var fast að kvöldi, voru dyrnar opnaðar og Tom slapp út. En hann fór allur hjá sér, og það var ekki laust við að hann skammaðist sín. Hann hypjaði sig strax út í horn, er inn kom, og talaði ekki orð. „Jæja, litli Tom! Hve mörg egg hefur þú etið í dag?“ spurði Flink í stríðnisróm. Tom varð nokkuð undirleitur og urnlaði eittlivað í honum, að þetta skyldi sér aldrei verða á aftur. Svo lýsti hann yfir því í nokk- uð hressilegri róm, að hann væri glorhungr- aður. En foreldrar hans Iétust eigi heyra það. Litlu síðar beinlínis hrópaði hann: „Eg er svo glorhungraður, og vil !á mat!“ „Vilt fá mat! Þannig biðja góðu börnin ekki um mat!“ sagði frúin, „og þú færð heldur engan miðdegismat. Heldurðu að þú fáir bæði að háma í þig egg, og getir svo heimtað miðdegismat? En sú frekja! Nei. nú verður þú að bíða kvöldmatarins, Tom.“ Þetta voru nú verri fréttirnii; og með sjálfum sér lofaði Tom því, að það skyldi eigi oftar koma fyrir, að hann sjálfur hefði af sér miðdegismatinn sinn. Er búið var að taka af borðinu, söfnuðust allir, ungir og gamlir, utan um Flink gamla, sem nú hélt áfram sögu sinni: „Um síðir komst eg til Newcastle, þreytt- ur og yfirkominn af sorg og hugarangri. Við námum staðar hjá veitingahúsi einu, og kom þá áður nefndur félagi minn til mín, sá er skýrt hafði mér frá dauða rnóður minn- ar og Mastertons, og sagði við mig dálítið afsíðis: „Er sá grunur minn réttur, að þér séuð þessi piltur, Elink, sem Masterton tók sér í sonar stað?“ Eg laut höfði, og kvað það rétt til getið. Hann rétti mér höndina og bað mig að láta eigi Iiugfallast. ,.Þér voruð svo ungur þá, og æskan er fljótíærirt og hvatvís, og þér hugsuðuð eigi um þá sorg, er þér ylluð móður yðar. Og það var heldur eigi það, að þér strukuð, sem verst áhrifin hafði á hana, heldur hitt, að þér væruð dá- inn, það gat hún ekki borið; en þér voruð eigi orsök í þeirri lygafregn. Nú skal eg segja yður hvað þér eigið að gera: Þér eigið að koma með mér, því að við höfum um al- varlegt mál að ræða.“ Eigi vildi eg fallast á það. „Lofið umræð- unum um það málefni að bíða til morguns,“ sagði eg, „fyrstu sporin mín hér skulu liggja út að mínu gamla heimili, og þar næst út að gröf móður minnar.“ Hann sagði mér hvar hann ætti heima, og eg lofaði honurn að heimsækja hann daginn eftir. Þegar eg kom til míns gamla heimilis, þar sem eg síð- ast sá elsku mömnni mína, fékk es: eins 02' stungu í hjartað, er eg heyrði ruddalegan hlátur og fliss innan úr húsinu. Dyrnar stóðu í hálfa gátt og eg leit inn. í horninu, þar sem móðir mín var vön að sitja í gamla daga, stóð nú þvottavél, og voru þar tvær konur að kefla þvott. Strax og þær sáu mig fóru þær að flissa og spurðu hvert erindi mitt væri? Eg virti þær ekki svars, og hlóp á dyr. Mér fannst þetta léttúðarfliss kven- sniftanna saurga og svívirða lielgar minn- ingar frá æskudögunum. Eg fór nú inn í ná- býlishús eitt, þar sem áður bjó kona, ein af beztu vinkonum móður minnar. Hún bjó þar enn, og þegar hún vissi liver eg var, tók Iuin alúðlega á móti mér, og fór að tala um móður míua með viðkvæmni og lotningu, og hvernig IíI hennar hefði verið og hve Masterton, eftir hvarf mitt af sjónarsviðinu, hefði á allan hátt borið umhyggju fyrir henni og sýnt henni alúð og blíðu í hví- Vetna, með höfðinglegum fjárframlögum og öllu, er hana mætti gleðja. Hann sýndi í öllu, að það var hans hjartans þrá, að bæta henni sonarmissirinn. „Eg verð að fá að sjá gröf hennar,“ sagði eg. „Já, nú skal eg koma með yður og sýna yður liana." Svo fór hún með mér út í kirkjugarð, og lét mig þar einan eftir með hugsanir mínar. Eg féll á kné á leiði hennar — og hágrét, og eg bað hana að fyrirgefa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.