Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Blaðsíða 93

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Blaðsíða 93
N. Kv. FLINK STYRIMAÐUR 83 mannanna, þangað sem þeir stóðu í þyrp- ingu. ,,Nú fer að batna veðrið, og vindinn að lægja!“ „Já, og skútuna lægir með niður á marar- botn!“ svaraði einn hásetanna. Flink tók öllu með stillingu. Hann lét orð falla um, að nú væri gott að hlaupa stund í dælurnar, en honum var svarað því, að það væri einnig gatt að fá nú að hressa sig á ósviknu glasi af groggi. Sami háseti sneri sér að félögum sínum og sagði: „Hvað haldið þið, drengir? Haldið þið ekki, að hann Osborn skipstjóri hefði gefið okkur einhverja styrkjandi hressingu, hefði hann núna verið á uppréttum fótum?“ „Jú,- áreiðanlega! “ var svarað í kór. „Hvað eruð þið að fara frarn á?“ gail Mackintoss \ið. „Ætlið þið að fara að drekka ykkur fulla?“ „Já, því ekki það? Allt endar hvort sem er með því að við sökkvum á mararbotn eins og steinar." „Ef til vill og ef til vill ekki. Hver veit, nema við fáurn bjargað okkur á einlivern hátt með því að vera samtaka og um frarn allt ófullir. Eg vil leggja á mig hverja þraut, sem vera skal, með ykkur og fyrir ykkur. En hitt kemur ekki til mála, að ég líði ]jað, að þið drekkið frá y.kkur vitið.“ „Hvernig ætlið þér að afstýra því?“ Jú, Mackintoss vissi ofur vel, hvernig hann skyldi koma í veg fyrir það. Öll skot- vopn skipsins voru niðri í káetunni, og vopnaðir skyldu þeir stýrimennirnir og Grafton halda velli og ráða öllu. „Hverju hafið þið hér til að svara?“ Þeim varð heldur ógreitt um svar og fóru nokkuð hjá sér. Svo tók Mackintoss aftur ti! máls: „Nú skulið þið heyra uppástungu rnína: Við höfum aðeins eiiin sexróinn skipsbát eftir; hinir eru brotnir og komnir í sjóinn; og svo höfum \ ið litla kænu til einskis nýta. Hér allt í kring um okkur hljóta að vera eyjar. Við sjáum þær að vísu eigi, en þær hljóta nú samt að vera í nánd. Eg legg því til, að við birgjum okkur upp að öllu því, er við þurfum á að halda; romm og brenni- vín má vera með, og þess neytt rneð gætni. Svo förum við í stóra bátinn, sem er vel búinn að árum og seglum, og freistum gæf- unnar. Það mætti undarlegt heita, ef við eigi fyndum land í einhverri átt, áður en langt líður. Hvað segið þið um þessa uppá- stungu mína', piltar? — Hverju svarar þú til þess, Flink? Þitt álit vil eg fyrst heyra.“ „Já, það verður eigi annað sagt, en þetta sé vel og ráðvíslega luigsað," svaraði Flink, „en hvað verður þá um konurnar og börn- in? Eiga þær og þau að fá að drukkna í næði og hjálparlaust? Og eigum við að yfir- gela Osborn skipstjóra, ósjálfbjarga?“ „Nei, Osborn tökum \ið með okkur,“ sagði einn skipverja. „Já, auðvitað!“ hrópuðu allir. „En Grafton og frú lians og börn og vinnukonan?“ „Ráturinn er eigi nógu stór til að taka alla, og við höfum nóg með að sjá okkur sjálfum borgið," sagði sá, er fyrir svörum stóð af hásetum. „Hver er sjálfum sér næst- ur, og hinir verða að sæta þeim kjörurn, sem forsjóninni þóknastað láta að höndum bera.“ „Þá erum \ ið á sama máli,“ sagði Mackin- toss. „Já, í sannleika er hver sjálfum sér næstur. Eigum við þá að láta það vera af- gert og útrætt mál, að við förum í bátinn?“ Allir játuðu, nema Flink, sem svaraði engu, en vissi vel, að ekkert þýddi að hreyfa neinum mótmælum. Nú, er kviknuð var von hjá öllum um björgun, var sem öll þreyta væri búin að yfirgefa þá. Þeir tóku þegar með fagnaðar- látum að búa björgunarbátinn út með vistir og annað, svo sem hveitibrauð, saltað svína- kjöt, romm, vatn o. s. frv. Það tók eigi lang- an tírna að búa sig út og koma öllu fvrir. Báturinn var leystur úr festum og allt var undirbúið til að leggja frá skipinu. 11*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.