Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 22
12
N. Kv.
UR MTNNJNGUM E. J. BREIÍ)FJORÐS
aftur út á tnið. Þegar við komum úr róðr-
inum síðara h'luta dags, spurði eg lækn-
inn, livað að Jóni gengi, og kvað hann það
vera lífhimnubólgu. Lá Jón rænuTítill með
sárar kvalir al'la nóttina, en rétt ef'tir há-
degið á föstudaginn langa bráði ofurlítið af
honum og hann fékk rænu um stund.
Spurði eg hann þá, hvernig honum liði. Þá
svaraði hann: „Ef Sigurgísli lrefði ekki haft
þessi orð við mig, hefði eg ekki tekið út þess-
ar kvalir." Þetta voru einu orðin, sem hann
sagði, því að þá versnaði honum aftur og
hann tekk enga rænu eftir það. \'ið hag-
ræddum honum á laugardagsmorguninn,
áður en við rerum út, en þegar við komum
að aftur, var hann dáinn. Bárum við svo lík-
ið í útilnis, þar sem það stóð uppi, á meðan
kistan var smíðuð; en koffort hans og föt
létum \áð framan við skilrúmið rétt hjá
þorskhausabingnum.
A ellefta tímanum um kvöldið voru allir
komnir til náða í húsinu, bæði uppi og
niðri; tveir af mönnum okkar voru sofn-
aðir, en við Sigurgísli vorum enn vakandi.
Þá lieyrðum við að farið var að róta við
ýmsu framan skilrúmsins og fleygja þorsk-
frausunum til og frá. Talaði Gísli þá til
mín og spurði. hvernig gæti staðið á þessu
þruski framan þilsins, en eg kvaðst ekki
vita það. Bað hann mig að líta fram fyrir,
en eg sagði, að hann gæti það sjá'lfur. Þrátt-
uðum við um þetta, þangað til eg reis upp
og ætlaði að ljúka upp hurðinni, en um
leið og eg greip um hurðarhúninn, þögn-
uðu þessi ólæti, og þegar eg leit fram fyrir,
var þar alTt með kyrrum kjörum og ekkert
að sjá; var þó svo bjart þarna, að enginn
liefði getað dulizt mér sýn eða lraft tíma
til að skjótast. upp stigann. Lagðist eg aftur
upjD í rúm mitt, en iafnskjótt tók þruskið
til aftur og þorskhausunum hent til og frá
í hamagangi. Vaknaði þá Andrés, og varð
það úr, að eg fór aftur á kreik og leit fram
fyrir; en það fór á sömu leið og í fyrra skipt-
ið, að um feið og eg greip um hurðarhún-
inn, datt allt í dúnalogn og ekkert var að
sjá, þegar eg opnaði hurðina. Svona fór
hvað eftir annað, aldrei sá eg neitt, þó að
eg opnaði, og þó að eg setti á mig, hvernig
þorskhausarnir lágu, gat eg ekki með neinni
vissu séð, að við þeim hefði verið hreyft,
þegar eg leit n;est fram fyrir. Við töluðum
nokkuð um þetta okkar í milli, og að Tok-
um liætti eg alveg að forvitnast um ástæður
til þessara óláta. Stóð á þessu hér um bil
tvær klukkustundir, og kom okkur ekki dúr
á auga, en þá þögnuðu ólætin og við sofn-
uðum. — Daginn eftir, sem var páskadagur,
kistuilögðum við 'lík Jóns, og í sama mund
og kvÖldið áður byrjuðu ólætin að nýju,
stóðu yfir jafnlengi, og ekki gátum við fest
blund fyrr en þau voru þögnuð. Á annan
í páskum fluttum við kistuna að Útskálum
tíl greftrunar, og fór sú athöfn fram á venju-
'Tegan hátt. Þegar við vorum lagztir til svefns
um kvöldið, var enn tekið til að kasta haus-
unum, en ekki eins kappsamlega og fyrri
kvöldin og stóð miklu stvttri stund. Á
þriðjudaginn rerum við, og þegar við kom-
um að landi, var lireppstjórinn korninn til
að halda ttppboð á fötuin og dóti Jóns heit-
ins. \'ar það allt selt. en ekkert af því keypt-
um við eða nokkur úr því húsi. Um kvöld-
ið bjuggumst við allir við, að þorskhaus-
arnir færu af stað líkt og fyrri kvöldin, en
svo varð ekki; framan skilrúmsins var stein-
hljóð, \ið fengum að sofa í náðum og urð-
um einskis varir framar.
VORHARÐINDI.
Eftir Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnara. ,
Uugu blómin boln pröng
þungum undir fannnbing.
Dimmum rómi sorgarsöng
syngur marinn land um kring.