Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 110
100
FLINK STYRIMAÐUR
N. Kv.
urnar! Já, það skal eg með ánægju gera.“
„Jæja, £rú mín!“ sagði Flink. „Þér eruð
sennilega farin að verða hálf leið á þessu
eilífa saltkjöti og kexi? F.n þegar við erum
flutt, þá skulum við fá margbrotnara fæði.“
Frúin sagði, að á meðan börnin væru
frísk og heilbrigð, væri engin ástæða til að
kvarta; en hún játaði, að einnig !iún þráði
að skipta um verustað; hún vildi óska þess,
að þurfa aldrei oftar að upplifa aðra eins
nótt eins og þessa um daginn. „En hvenær
eigum við að flytja?". spurði hún Flink.
„Ekki á morgun, en svo næsta dag. Eg
verð fyrst, eða við, að flytja nokkuð af nauð-
synlegustu eldlnisáhöldum. En gætuð þér
ekki séð af stúlkunni á morgun? Hún gæti
þá farið með Villa í gegnum skógnin, og
gæturn við svo komið upp tjaldinu handa
yður og börnumim annað kvöld, s\'o það
væri frá.“
Jú, hún gæti vel staðið af stúlkunni; nóg
væri að hafa rnann sinn heima. Frúin spurði
Flink, hvort Villi og stúlkan eigi gætu rekið
kindurnar og geiturnar með sér, og féllst
hann á það.
XVI. KAPÍTULI.
Flutnnigarnir byrja.
„Nú hljóta þau, Villi og stúlkan, að fara
að koma," hugsaði Flink með sjálfum sér
og skimaði upp í skóginn. Hann hafði verið
snemma á fóturn um morguninn. Nú var
klukkan tíu, og hann var búinn að bera af
það, sem hann hafði komið með í bátnum.
Nú sat hann í makindum sínum og tók sér
bita. Tjaldið skyldi setjast upp, en því varð
hann að fresta, unz þau Villi og stúlkan
kæmu honum til hjálpar.
„Jæja, þarna koma ]oau loksins!"
Villi var á undan og dró geit. og svo elti
allur hópurinn; stúlkan á eftir með kindurn-
ar. \^il la varð kátt af, er hann tók að skýra
Flink frá óþægðinni í ót.ætis geitunum á
leiðinni, einkum ,,Mettu“, sem hljóp út úr
hópnum, ef hún sá ætilegan blett. Og svo
bættist ofan á annað, að þau rákust á allan
svínahópinn, og varð Júnó lafhrædd, því
hún hélt það vera einhver skaðleg villid\T,
og tók að æpa og hljóða! Hvílíkur hetju-
skapur! En fallegt fannst lienni hér, og hér
hlyti að vera ánægjulegt að eiga heimili.
„Já, eg trúi ekki öðru en að þeirn Graf-
tonhjónunum lítist vel á sig hér. En veru-
lega ánægjulegt verður þó fyrst að setjast
hér að, þegar búið er að byggja hér timb-
urhús, en það verður lengi í smíðum. Við
verðum einnig að koma okkur upp dálitlum
garði, og sá í hann því fræi, sem pabbi þinn
er með.heiman frá Englandi. Eg liefi fund-
ið ágætis garðstæði þarna fram á tanganum."
Villi varð beinlínis hrifinn af þessum loft-
kastalabyggingum gamla Flinks, og vildi fá
að heyra meira og fleira um það, livað hann
ætlaði að gera. Jú, svo var að kóma hér upp
vörugeymsluhúsi, er tæki allt það dót og
skran, er nú væri í vanhirðu á strandstaðn-
um. Svo yrði eigi hjá því komist, að grafa
sér skelbökutjörn og fiskitjörn og ef vel
ætti að vera — baðtjörn, þar sem stúlkan
gæti baðað börnin.
„Já, og sjálfa mig með!“ bætti stúlkan
við.
„Já, það er rétt,“ svaraði Flink, „það er
kostur að vera hreinlátur með ski'okkinn á
sér. En fyrst er nú að leggja rækt við þessa
ágætu uppsprettu, sem við fundum, og búa
svo um liana að aldrei þrjóti vatn í henni,
en þú hlýtur að sjá það, Villi minn, að ár-
langt höfum við meira en nóg að starfa.“
„Ekki skal eg liggja liði mínu,“ svaraði
Villi.
„Bara að við sem fyrst fáum hrundið
þessu í framkvæmd," sagði Flink. „Hver
veit live lengi eg lifi, og mig langar til að
koma sem rnestu af þessu í verk áður en eg
fell frá. Mér væri það óbærileg tilhugsun,
ef þið lentuð í vandræðum og ráðaleysi."
Villa sárnaði að heyra Flink tala urn dauð-