Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Blaðsíða 60
50
OLDUKAST
N. Kv.
þenna aldavin móður liennar sálugu. já,
það væ’ri sannarlega kærkomin hvíld að
rét.ta sig nú upp og bregða sér suður fyrir
Alpafjöllin. Sjálfsagt væri þó að hafa þar
eitthvað fyrir staf'ni, því það er vinnan, sem
heldur manninum við andlega og líkam-
lega.“
„Þú þarft eigi, elsku barnið mitt, að setj-
ast að ltjá okkur fyrir fult og allt, þó þú
komir með mér að sjá hann. Álítir þú rétt-
ara að liafa sjálf öfan fyrir þér með þessutn
kennslustörfum, þá segir Karl full skil-
merkilega, að þú eigir að ráða sjálf,“ mælti
Lorent/.e nokkrum dögum síðar, er Margrét
enn eigi hafði afráðið, livort hún skvldi
t.aka boðinu eða eigi.
Loks fór hún á fund skólastjórans og átti
tal við hann um þetta efni. Hann kvað sér
að vísu falia mjög illa að þurfa að inissa
af hennar ágætu lijálp við kennslustörfin,
en liann yrði þó fastlega að ráða henni til
að segja stöðunni við skólann lausri og
þiggja hið góða boð Grans. „Það er eigi á
Itverjum degi, háttvirta ungfrú, að menn
fái svona tilboð,“ mælti hann. „Einmitt á
þessum árunum, rneðan þér eruð ;i æsku-
skeiðinu, veitist yður svo létt, að auka kunn-
áttu yðar í málum og færa yður í nyt það,
sent fyrir augu og eyru ber. Ef yður svo
skylcli langa til að hverfa heim aftur og að
skólanum hérna, mun ég sjá um, að þér
komist að honum.“
Þannig var því þá slegið föstu, að Mar-
grét færi með Lorentze fil Mentone. Þegar
að brottför þeirra leið, lagði hún daglega
leið sína fram hjá gamla heimilinu sínu
frammi á sjávarhamrinum. Þar tók hún sér
sæti í klettaskoru einni og horfði og hlust-
aði á öldugjálfrið við klettana. Hún heyrði
brimniðinn upp að ströndinni, þenna nið,
sem hún kannaðist svo vel við og lét henni
svo vel í eyrum. Svo horfði hún hugfangin
út yfir hafið og á skipin, sem vögguðu sér
þar til og frá. Þá fannst henni það eigi sið-
ur hrífandi sjón, að renna augunum lengra
inn yfir landið, þar sent risavöxnu eikif.rén
mændu svo hátt og tignarlega í loft upp,
og þar sem akrarnir í fullum þroska svign-
uðu og gengu í bylgjum fyrir hafrænunni
og sólin sló geislum sínum á gluggana á
litlu, snotru bændabýlunum, er lágu á víð
og dreif. O, lrve hún elskaði innilega þenna
stað, J>essa vík, ströndina, klettana, hafið.
Skyldi nokkurs staðar að Hta tilkomumeiri
og fegurri sjón, en hér mætti auganu; og
þó svo væri, skyldi hún aldrei, aldrei glevma
þessum stað, sem orðinn var henni svo óum-
ræðilega kær. Hér hafði hún alizt upp sem
barn, leikið sér, grátið og hlegið sem barn;
hér hafði hana dreyrnt æskudrauma sína;
hér vildi hún lifa, starfa og deyja. — Já, guð
hjálpi henni til að geta munað og haidið
þá heitstrengingu, sem hún gerði hér í
klettaskorunni áður en hún kvaddi um
stundarsakir!
X.
Við strönd Miðjarðarhafsins, í hinu ynd-
isfagra Mentone, er loftslagið svo heilnæmt
og mátulega milt og hlýtt, að því hefur
löngum verið við brugðið. Þar ná norðan-
vindarnir aldrei að næða, og skógarnir eru
þar sígrænir og fella aldrei lauf. Á þessum
yndsilega stað hafði nú Karl Gran vaiið sér
bústað til lengri eða skemmri tíma. Lysti-
garðurinn hans var að austanverðu við vík
eina, uppi á hæð, er 0)11 var skó'gi vaxin og
umkringd aldingörðum. íbúðarhúsið var
aðdáanlega fagurt og skrautlegt og eftir því
þægilega herbergjum skipað af fyrrverandi
eiganda þess, vellauðugum Englendingi, er
eigi undi sér þar lengur eftir lát einkadótt-
ur sinnar og hafði því nú selt Gran hina
dýru eign. í garðinum við húsið uxu alls
konar tré og blóm, pálmaviður, lárviður,
magnolíuviður og möndluviður. innan um
hið fegursta blómskrúð af öllunr tegund-
um. Frá svölunum, er nálega voru huldar
af fléttujurtum, var hið fegursta útsýni ytir
víkurnar, er inn í ströndina skárust, sem og