Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Blaðsíða 157
N. Kv.
FLINK STÝRIMAÐUR
147
á eftir. „Hvar er nú geitin?“ sagði hann.
„Hana er hvergi að sjá, en við höfuin held-
ur ekkert lianda henni að éta, svo það er
víst réttast, að lofa henni sjálfri að sjá fyrir
sér. — Þá er nú að fara að raða tunnunum,
til þess að hafa eitthvað til að standa á.“
Þeim var nú í snatri velt út að girðing-
unni, og hvolft þar, og borð lögð ofan á
meðfram allri girðingunni. Þarna uppi á
þessum pöllum var hægt og gott til útsjónar
og varnar með hlaðnar byssurnar í liönd-
unum.
„Svona, bjánarnir ykkir, komið þið nú!
Nú erum við undir það búnir, að taka á
móti ykkur, Malajatötur!“
Frúin brá sér inn, klæddi börnin í snatri,*
og morgunbæn var lesin; svo var setzt að
mat. En borðhaldið var stutt; enginn hafði
lyst á mat fyrir æsingi og áhyggju fyrir því,
er nú tæki við.
Nú var bátaflotinn rétt að kalla kominn
að landi. Þeir rötuðu auðsjáanlega inn á
milli skerjanna, og seglin voru þeir búnir
að fella. Þeir Flink og Vilhjálmur leyndust
bak við pálmatrén og gáfu öllu nánar gætur.
„Bara að þeir Flink og Villi færu nú að
koma inn,“ sagði frúin hvað eftir annað.
„Já, þeir fara nú að koma inn,“ sagði
Grafton, „en það er líka gott, að þeir hafi
augun á villilýðnum í lengstu lög.“
En hvað bar nú fyrir augu þeirra, Flinks
og Villa, frá fylgsni þeirra?
Þeir sáu þenna óþjóðalýð þyrpast á land,
og þeir sáu, að allir voru þeir málaðir og
útflúraðir frá hvirfli til ilja, skreyttir strúts-
fjöðrum og vopnaðir spjótum og kylfum.
Þeir settu þungu og klunnalegu bátana sína
hátt á land upp, og voru lengi að því. Vil-
hjálmur athugaði þá vel í sjónaukanum, og
það lor um hann ónota hrollur, er hann sá,
hve viðbjóðslega villimannlegir þeir voru.
„Já, satt er það,“ sagði Flink; „og nái
þeir tökum á okkur, drepa þeir okkur og
éta okkur svo á eftir.“
Vilhjálm hryllti við að heyra þetta. „Eg
vil taka mannlega á móti þeim og berjast
við þá upp á líf og dauða, unz yfir lýk-
ur!. . . . En sjáðu! Þarna koma þeir!“
„Já, þeir stefna upp að gamla húsinu. Nú
förum við heim.“
„Mér sýndist eg sjá bát þarna lengra frá
landi,“ sagði Vilhjálmur, er þeir gengu
heim.
„Nú, það er bátur, sem slitnað hefur frá
flotanum. — Nú reka þeir upp liróp.
Þeir Flink og Vilhjálmur flýttu sér inn
um dyrnar á girðingunni, lokuðu hurðinni
og settu öflugan slagbrand fyrir.
Svo var því næst, að fela sig drottins
vernd og varðveizlu og treysta svo á sjálfa
sig.
XXXVI. KAPÍTULI.
„Vatn! Vatn!“
Frú Grafton lét ekki allt á sig fá, en er
hún heyrði hin villtu heróp, öskur og óhljóð
villimannanna glymja úr öllum áttum, þá
greip hana í fyrstu ótti og skelfing. En til
allrar hamingju hafði hún þó ekki séð, hve
óumræðilega viðbjóðslegir þeir vorú, því
þá hefði hún þó orðið enn skelkaðri. Albert
litli og Karólína héldu fast í móður sína;
ekki grétu þau, en horfðu allt í kringum
sig, því þau skildu eigi, livaðan þessi óp og
óhljóð gætu komið. Tom var nú önnum
kafinn að éta, því liann hafði tekið að sér
að éta allar leifar á borðinu og gekk hetju-
lega fram í því.
Grafton hafði gert nokkur göt á skíð-
garðinn, til þess að skjóta í gegnum, án þess
þeir væru sjálfir í verulegri hættu. Flink og
Vilhjálmur stóðu reiðubúnir með byssur
sínar, er óvinirnir kæmu.
„Þeir hljóta nú að fara að koma,“ sagði
Flink, „þegar þeir eru búnir að skoða gamla
húsið.“
„Þeir eru á leiðinni," sagði Vilhjálmur,
„og annar stelpuskrattinn, sem strauk frá
19*