Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Blaðsíða 160

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Blaðsíða 160
150 FLINK STÝRIMAÐUR N. Kv. „Ætli þeir séu nú alfarnir?" spurði Graf- ton. „Já, betur að svo væri,“ sagði Flink; „en því er nú nær, að mig grunar, að eigi sé nú svo vel. En nú skal eg segja yður, Grafton, hvað mér liefur dottið í hug. Við gætum í pálmatrjánum þarna búið vel um okkur til að vera þar á gægjum og sjá allt, sem fram fer hjá þessum óþjóðalýð, og út á sjóinn, sem er mikils virði.“ „Já, látum okkur gera það. Þó er bezt að lofa fyrst að birta af degi, því vel gætu þeir leynst þar enn, og þá séð sér færi að ráðast á okkur.“ Grafton fór nú inn, en Flink sagði Vilhjálmi að fara inn að sofa og hvíla sig, en sjálfur kvaðst liann ætla að vaka framan- af, þangað til faðir hans kæmi á fætur. Vil- hjálmur neitaði með öllu að fara að sofa. „Eg get ekki sofnað,“ sagð hann. „Eg er að drepast af þorsta, en þó er það ekki hann, sem kvelur miig mest, heldur hitt, hvað hún mamma verður að líða. Hún verður að horfa upp á, hvernig börnin þjást af þorst- anum, án þess að geta liðsinnt þeim neitt, eða linað þjáningar þeirra!“ „Já, guð gæfi, að villilýður þessi hypjaði sig héðan á morgun! Þá væri þrautum okk- ar lokið. En járnið er nú einu sinni liið sama fyrir villiþjóðirnar og gullið fyrir oltk- ur hvítu mennina. Það er einmitt járnið, sem þeir vilja ná í og allt í sölurnar leggja fyrir það, alveg eins og við fyrir gullið.“ Það var sorglegt að koma inn í húsið fyrir húsbóndann: Börnin hágrátandi að biðja um vatn, og tárin streymdu niður kinnar frúarinnar yfir því, aðfá ekkert úr því bætt. Stúlkan hafði grafið djúpa liolu niður í jörð- ina, ef ske kynni, að eitthvað seytlaði upp úr henni, en það brást, og' aumingja stúlk- an kom inn aftur, niðurbeygð af vonbrigð- um og hristandi höfuðið. Grafton sat ráð- þrota inni hjá konu og börnum lengi, og leið víst ekki betur en konunni. Loks stóð hann upp og fór á fund gamía Flinks, er var á verði. „Nú skalt þú, góði Flink minn, fara að sofa og hvíla þig ofur lítið, en eg vaki og lít eftir öllu.“ „Já, eg tek því með þökkum, ofur litla stund, en að tveim stundum liðnum verðið þér að vekja mig aftur, og þá farið þér að sofa.“ „Nei, eg get eigi sofnað, eins og sakir standa til þess hef eg of mikið að bera.“ „Já, þetta sama sagði Vilhjálmur; en það var þorstinn, sem kvaldi hann. En nú sefur liann samt eins og steinn. — Jæja, góða nótt, herra Grafton!“ „Góða nótt, Flink!“ í dögun vaknaði garnli Flink aftur, og Grafton lagðist til svefns á sama beðinn úr pálmagreinum, sem Flink hafði hvílt á, og Vilhjálmur, sem enn svaf eins og steinn. Þegar Flink hafði náð sér í hamar og nagla, vakti hann Vilhjálm, og fóru þeir nú að útbúa áður umgetið pálmatré, sem vel tilfallinn stað til að leynast á, til að sjá allt, er fram færi hjá óvinunum. Það var um að gera, að geta verið nógu fljótur til að klifra upp í. þetta fylgsni og niður úr því aftur, ef á þyrfti að halda. Þeir urðu að búa til stiga eins konar, en í stað venjulegra rima höfðu þeir stóra nagla, sem þeir ráku inn í tréð með jöfnu millibili. Vilhjálmur varð til að reka inn seinustu naglana, og áður en hann fór niður úr trénu, athugaði liann vel og rækilega landið í kring og sagði: „Hér er bærilegt útsýni. Eg sé, að þeir eru búnir að rífa niður gamla húsið okkar og hafa nú lneiðrað um sig í rústunum, með kápurnar sínar ofan á sér, og á veginum niður að sjón- um eru nokkrar konur að vagga.“ „En hvað hafa þeir gert af hinum föllnu?1 spurði Flink. „Það get eg ekki séð; en eg skal nú reyna að komast eftir því, er eg fer upp aftur; en nú kem eg niður til að láta líða úr lófum. Eg er ekki hálfur maður, góði Flink; þorst- inn gengur svo nærri mér. Það væri mikils.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.