Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 22
12 N. Kv. UR MTNNJNGUM E. J. BREIÍ)FJORÐS aftur út á tnið. Þegar við komum úr róðr- inum síðara h'luta dags, spurði eg lækn- inn, livað að Jóni gengi, og kvað hann það vera lífhimnubólgu. Lá Jón rænuTítill með sárar kvalir al'la nóttina, en rétt ef'tir há- degið á föstudaginn langa bráði ofurlítið af honum og hann fékk rænu um stund. Spurði eg hann þá, hvernig honum liði. Þá svaraði hann: „Ef Sigurgísli lrefði ekki haft þessi orð við mig, hefði eg ekki tekið út þess- ar kvalir." Þetta voru einu orðin, sem hann sagði, því að þá versnaði honum aftur og hann tekk enga rænu eftir það. \'ið hag- ræddum honum á laugardagsmorguninn, áður en við rerum út, en þegar við komum að aftur, var hann dáinn. Bárum við svo lík- ið í útilnis, þar sem það stóð uppi, á meðan kistan var smíðuð; en koffort hans og föt létum \áð framan við skilrúmið rétt hjá þorskhausabingnum. A ellefta tímanum um kvöldið voru allir komnir til náða í húsinu, bæði uppi og niðri; tveir af mönnum okkar voru sofn- aðir, en við Sigurgísli vorum enn vakandi. Þá lieyrðum við að farið var að róta við ýmsu framan skilrúmsins og fleygja þorsk- frausunum til og frá. Talaði Gísli þá til mín og spurði. hvernig gæti staðið á þessu þruski framan þilsins, en eg kvaðst ekki vita það. Bað hann mig að líta fram fyrir, en eg sagði, að hann gæti það sjá'lfur. Þrátt- uðum við um þetta, þangað til eg reis upp og ætlaði að ljúka upp hurðinni, en um leið og eg greip um hurðarhúninn, þögn- uðu þessi ólæti, og þegar eg leit fram fyrir, var þar alTt með kyrrum kjörum og ekkert að sjá; var þó svo bjart þarna, að enginn liefði getað dulizt mér sýn eða lraft tíma til að skjótast. upp stigann. Lagðist eg aftur upjD í rúm mitt, en iafnskjótt tók þruskið til aftur og þorskhausunum hent til og frá í hamagangi. Vaknaði þá Andrés, og varð það úr, að eg fór aftur á kreik og leit fram fyrir; en það fór á sömu leið og í fyrra skipt- ið, að um feið og eg greip um hurðarhún- inn, datt allt í dúnalogn og ekkert var að sjá, þegar eg opnaði hurðina. Svona fór hvað eftir annað, aldrei sá eg neitt, þó að eg opnaði, og þó að eg setti á mig, hvernig þorskhausarnir lágu, gat eg ekki með neinni vissu séð, að við þeim hefði verið hreyft, þegar eg leit n;est fram fyrir. Við töluðum nokkuð um þetta okkar í milli, og að Tok- um liætti eg alveg að forvitnast um ástæður til þessara óláta. Stóð á þessu hér um bil tvær klukkustundir, og kom okkur ekki dúr á auga, en þá þögnuðu ólætin og við sofn- uðum. — Daginn eftir, sem var páskadagur, kistuilögðum við 'lík Jóns, og í sama mund og kvÖldið áður byrjuðu ólætin að nýju, stóðu yfir jafnlengi, og ekki gátum við fest blund fyrr en þau voru þögnuð. Á annan í páskum fluttum við kistuna að Útskálum tíl greftrunar, og fór sú athöfn fram á venju- 'Tegan hátt. Þegar við vorum lagztir til svefns um kvöldið, var enn tekið til að kasta haus- unum, en ekki eins kappsamlega og fyrri kvöldin og stóð miklu stvttri stund. Á þriðjudaginn rerum við, og þegar við kom- um að landi, var lireppstjórinn korninn til að halda ttppboð á fötuin og dóti Jóns heit- ins. \'ar það allt selt. en ekkert af því keypt- um við eða nokkur úr því húsi. Um kvöld- ið bjuggumst við allir við, að þorskhaus- arnir færu af stað líkt og fyrri kvöldin, en svo varð ekki; framan skilrúmsins var stein- hljóð, \ið fengum að sofa í náðum og urð- um einskis varir framar. VORHARÐINDI. Eftir Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnara. , Uugu blómin boln pröng þungum undir fannnbing. Dimmum rómi sorgarsöng syngur marinn land um kring.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.