Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Page 93
N. Kv.
FLINK STYRIMAÐUR
83
mannanna, þangað sem þeir stóðu í þyrp-
ingu. ,,Nú fer að batna veðrið, og vindinn
að lægja!“
„Já, og skútuna lægir með niður á marar-
botn!“ svaraði einn hásetanna.
Flink tók öllu með stillingu. Hann lét
orð falla um, að nú væri gott að hlaupa
stund í dælurnar, en honum var svarað því,
að það væri einnig gatt að fá nú að hressa
sig á ósviknu glasi af groggi. Sami háseti
sneri sér að félögum sínum og sagði:
„Hvað haldið þið, drengir? Haldið þið
ekki, að hann Osborn skipstjóri hefði gefið
okkur einhverja styrkjandi hressingu, hefði
hann núna verið á uppréttum fótum?“
„Jú,- áreiðanlega! “ var svarað í kór.
„Hvað eruð þið að fara frarn á?“ gail
Mackintoss \ið. „Ætlið þið að fara að
drekka ykkur fulla?“
„Já, því ekki það? Allt endar hvort sem
er með því að við sökkvum á mararbotn
eins og steinar."
„Ef til vill og ef til vill ekki. Hver veit,
nema við fáurn bjargað okkur á einlivern
hátt með því að vera samtaka og um frarn
allt ófullir. Eg vil leggja á mig hverja þraut,
sem vera skal, með ykkur og fyrir ykkur.
En hitt kemur ekki til mála, að ég líði ]jað,
að þið drekkið frá y.kkur vitið.“
„Hvernig ætlið þér að afstýra því?“
Jú, Mackintoss vissi ofur vel, hvernig
hann skyldi koma í veg fyrir það. Öll skot-
vopn skipsins voru niðri í káetunni, og
vopnaðir skyldu þeir stýrimennirnir og
Grafton halda velli og ráða öllu. „Hverju
hafið þið hér til að svara?“
Þeim varð heldur ógreitt um svar og fóru
nokkuð hjá sér.
Svo tók Mackintoss aftur ti! máls:
„Nú skulið þið heyra uppástungu rnína:
Við höfum aðeins eiiin sexróinn skipsbát
eftir; hinir eru brotnir og komnir í sjóinn;
og svo höfum \ ið litla kænu til einskis nýta.
Hér allt í kring um okkur hljóta að vera
eyjar. Við sjáum þær að vísu eigi, en þær
hljóta nú samt að vera í nánd. Eg legg því
til, að við birgjum okkur upp að öllu því,
er við þurfum á að halda; romm og brenni-
vín má vera með, og þess neytt rneð gætni.
Svo förum við í stóra bátinn, sem er vel
búinn að árum og seglum, og freistum gæf-
unnar. Það mætti undarlegt heita, ef við
eigi fyndum land í einhverri átt, áður en
langt líður. Hvað segið þið um þessa uppá-
stungu mína', piltar? — Hverju svarar þú til
þess, Flink? Þitt álit vil eg fyrst heyra.“
„Já, það verður eigi annað sagt, en þetta
sé vel og ráðvíslega luigsað," svaraði Flink,
„en hvað verður þá um konurnar og börn-
in? Eiga þær og þau að fá að drukkna í
næði og hjálparlaust? Og eigum við að yfir-
gela Osborn skipstjóra, ósjálfbjarga?“
„Nei, Osborn tökum \ið með okkur,“
sagði einn skipverja.
„Já, auðvitað!“ hrópuðu allir.
„En Grafton og frú lians og börn og
vinnukonan?“
„Ráturinn er eigi nógu stór til að taka
alla, og við höfum nóg með að sjá okkur
sjálfum borgið," sagði sá, er fyrir svörum
stóð af hásetum. „Hver er sjálfum sér næst-
ur, og hinir verða að sæta þeim kjörurn,
sem forsjóninni þóknastað láta að höndum
bera.“
„Þá erum \ ið á sama máli,“ sagði Mackin-
toss. „Já, í sannleika er hver sjálfum sér
næstur. Eigum við þá að láta það vera af-
gert og útrætt mál, að við förum í bátinn?“
Allir játuðu, nema Flink, sem svaraði
engu, en vissi vel, að ekkert þýddi að hreyfa
neinum mótmælum.
Nú, er kviknuð var von hjá öllum um
björgun, var sem öll þreyta væri búin að
yfirgefa þá. Þeir tóku þegar með fagnaðar-
látum að búa björgunarbátinn út með vistir
og annað, svo sem hveitibrauð, saltað svína-
kjöt, romm, vatn o. s. frv. Það tók eigi lang-
an tírna að búa sig út og koma öllu fvrir.
Báturinn var leystur úr festum og allt var
undirbúið til að leggja frá skipinu.
11*