Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Síða 13
Axel V. Tulinius.
Forystumaður Væringjafélagsins hin fvrstu og erfið-
ustu ár félagsins, var eins og flestum skátum mun vera
kunnugt Axel V. Tulinius. Hann var yfirforingi félags-
ins árið 1924, en þá gerðist hann einn af forgöngumönn -
um að stofnun Bandalags íslenzkra skáta. Hann var strax
kjörinn formaður B. í. S., og seinna Skátahöfðingi ís-
lands og gegndi hann þeirri stöðu þar lil hann lézt í
desember 1937, 72 ára að aldri. Við fráfall hans misstu
islenzkir skátar þann mann, er mest hefur unnið að fram-
gangi skátahreýfingarinnar á fslandi.
Tulinius kemur fyrst við sögu Væringja um það hil
er félagið var stofnað, því þá kenndi hann þeim göng-
ur. Hann tók við forystu félagsins um haustið 1913, er
stofnandinn séra Friðrik Friðriksson sigldi til Ameríku.
Auk þess að vera yfirforingi félagsins hafði Tulinius
á hendi kennslu í göngu og ýmsum öðrum skátaæfing-
um í félaginu, allt til ársins 1924, að hann tók að sér
formennsku B. í. S. Hann stjórnaði þessum æfingum með
þeirri glæsimennsku og rögg, er alla tíð einkenndi hann
svo mjög. Hann lét sér mjög annt um að brýna fyrir
skátunum, að bera virðingu fyrir þjóðárfánanum, og
varð honum mikið ágengt i þeim efnum.
Hann samdi fyrir skátana Göngubálk skáta er í. S. f.
seinna gaf út ásamt Handbók skátaforingja. Göngubálk-
urinn var seinna prentaður i Skátabókinni, og er nú not-
aður við göngukennslu af íslenzkum skátum. Hann
gekkst og fyrir því, að Væringjafélagið gerðist meðlim-
ur í. S. í., en sú stofnun hefur ávallt sýnt málefnum
skáta góðan stuðning.
Að Væringjaskálinn komst upp mun mest vera að