Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 20
Úr dagbók Væringjafélagsins.
1913.
Stofndagur Væringja er sumardagurinn fyrsti 1913. Sá
dagur hefur síðan verið hátíðisdagur félagsins. Þann dag
hefur verið litið yfir liðinn tíma, leitað að ýmsum verk-
efnum, og þá hafa Væringjarnir sótt í sig nýjan þrótt lil
þess að verða færir um að levsa þau verkefni er þeir settu
sér. Félagið er stofnað af séra Friðrik Friðrikssyni, sem
deild úr K. F. U. M. Réttur stofndagur félagsins er 23.
apríl.
í upphafi mun ekki hafa verið ætlunin að félagið yrði
starfrækt sem skátafélag, enda var tekinn upp búningur
fornmanna, eða búningur sá er ætlað var, að Væringjarn-
ir til forna hefðu nolað. Tilgangurinn með stofnun þessa
lelagsskapar verður varla betur skýrður, en með því að
birta grein er séra Friðrik skrifaði i blaðið „Liljan“, er
Væringjarnir gáfu út 1916. Með greininni birtist mynd
af Væringjum er tekin var á tröppum Landsbókasafnsins,
læt ég nú séra Friðrik segja frá: „Á myndinni á annari
blaðsiðu sjáið J)ið allstóran drengjaflokk, sem stendur i
fylkingu fyrir dyrum „Mentabúrsins“ í Reykjavík. Þeir
eru einkennilega klæddir, klæðasniðið er líkt því, er gerð-
isl í fornöld, og er það blár og hvítur kyrtill og rauð
skikkja með hvítu lilaði, og rauð, hlá og livit húfa á
höfði. Foringjarnir standa sín hvoru megin og lil hægri
handar þeim er merkisberinn með merki eða fána flokks-
ins. Þessi flokkur á sér fornt nafn og kallast Væringjar.
Nú viljið þið vita, hvaða flokkur þetla sé og hverl sé
viðfangsefni hans. Ég skal nú skýra ykkur frá því. Þetta
er sérflokkur innan K. F. U. M. í Reykjavík. Hugsjónir
]>eirra eru þær, að byrja snemma að æfa sig í ýmsum