Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Síða 29
27
Þann 26. marz laka tveir Væringjar próf i horna-
hlæstri og standast báðir prófið. Verðlaun voru veitl í
sambandi vð þcssi próf. IJm þetta levti voru skipaðir
foringjar fyrir átta flokka, sem þá störfuðu í félaginu.
Skátarnir stunduðu vel útilegui- þetta sumar. Þann 9.
júlí fóru 15 Væringjar gangandi til Þingvalla undir for-
ystu Guðmundar H. Péturssonar. Þeir fóru leiðina í
tveim áföngum. Á Þingvöllum lágu þeir við í tjöldum
lil 14. júlí en komu lil Reykjavíkur næsta dag. Þetta
mun vera fyrsta vikuferð skáta hér á landi, og er nánar
skrifað um ferð þessa i ágústblaði „Liljunnar" 1916, af
fararstjóranum. Um sumarið voru lialdnar tvær vel
skipulagðar útiæfingar i grennd við bæimi.
f byrjun ársins kom út á vegiun félagsins bið annað
íslenzka skátablað „Liljan“. Áður bafði Skátafélag
Reykjavíkur gel'ið út blað á meðan það félag starfaði.
Ábyrgðarmaður blaðsins var A. V. Tulinius, en aðrir sem
einkum unnu að útgáfmmi voru Ársæll Gunnarsson og
Guðmundur H. Pétursson, sem var afgreiðslumaður. í
blaðinu birtust margar ágætar greinar um skátamál.
Meðal annars var þar i'vrst ritað um nauðsyn á stofnun
Skátasambands íslands áf Ársæli Gunnarssyni, sem og
varð einn af þeim, er gekkst fvrir stofnun Bandalags is-
lenzkra skáta 1924. Því miður kom blaðið aðeins út
þctta eina ár, þar lil 1926 að byrjað var á að gefa það
út aftur. Um þetta leyti voru í félaginu 60 meðlimir. f
byrjun ársins voru haldnar í félaginu skíðaæfingar, og
um sumarið fengið leyfi bæjarstjórnar lil |)ess að gera
knattspyrnuvöll fyrir félagið. Þá er ]>ess getið í blaðinu
„Liljan“, að A Bonde lyfsali hafi stofnað Skátafélag í
Stykkishólmi og að þeir muni nota sama einkennisbún-
ing og Væringjar, þess er og einnig getið að Væringjar
eigi tvö tjöld og allan útbúnað í útilegur. Um sumarið
er byrjað að safna í svokallaðan kerrusjóð. Það var til
kaupa á smákerru til þess að keyra í útileguútbúnaðinn
er farið var í útilegu. Var kerra þessi kevpt.