Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 86
84
veg nyrðri og komu eftir 4 daga göngu í óbygðum, að
(ialtalæk á Landi. Foringi var Jón Oddgeir Jónsson.
Á leiðinni bættust 2 skátar við í hópinn, — sem lögðu
seinna af stað úr Reykjavík og fóru í veg fyrir félaga
sina, til þess að verða þeim samferða. Um þessa ferð
skrifar J. O. J. ýtarlega grein, með mörgum góðum
myndum, og byrjar á þessa leið: „Rigning og þoka
með stinningskalda á austan, þrumaði röddin í útvarp-
inu, svo undir tók í stofunni í Hlíð, og eftirvænting-
arsvipur ferðalanganna, sem á hlustuðu, breyttist í al-
varlegt augnaráð eða kaldliæðnislegt bros. Svo þetta átti
þá að verða úr heiðrikju morgundagsins, sem vinnu-
maðurinn var að spá í kvöld. — Nú liefjast söngvéla-
hljómleikar. Fyrst verður leikið ....“
Fylgdarmaðurinn stóð hægt upp af stólnum og sagði
íbygginn, um leið og liann gekk til dyra: Já, þessu
spá þeir fyrir sunnan, en hitt kæmi mér ekki á óvart,
þótt kvöldroðinn yrði sannspárri en mælingamakkið
þeirra í Reykjavík. Hinir brostu áð vantrú gamla manns-
ins á veðurvísindunum, og voru eftir stutta stund komn-
ir i hávaðasamræður um útilegumenn í Jökuldölunum.
því að ungfrúin í útvarpinu hafði boðið góða nótl.
Frá Hlíð í Skaptártungu fórum við skátarnir
snemma á miðvikudagsmorgun. Þelta var fyrsti göngu-
dagurinn og við vorum allir í sólskinsskapi, þótt þoku-
súld væri (veðurspáin í útvarpinu hafði satt að mæla).
—Við gengum úr hlaði með glaðværum söngvum. Þessi
lahbandi hópur léttklæddra æskumanna fann það gleggst
nú, að fjötrar hversdagslífsins voru hrostnir. — Bygð-
in að baki, en fjöllin og frelsið framundan.
Skátamót í Þjórsárdal 1934.
Væringjafélagið efndi til skátamóts í Þjórsárdal dag-
ana 24. júní til 1. júlí 1984. I undirbúningsnefnd voru
þeir Sigurður Ágústsson, Daníel Gíslason og Björn
Jónsson, skátaforingjar. Sigurður Ágústsson var forfall-