Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1926, Blaðsíða 79

Eimreiðin - 01.07.1926, Blaðsíða 79
ElMREIÐIN URÐARDÓMUR 255 ég væri farinn að hugsa til staðfestu. EUki kvaðst hann vera tví mótfallinn, en þótti ég þó fullungur ennþá. Loks spurði hann mig, hvenær ég hugsaði til að koma heim aftur. Ég sagðist ekkert vita um það. Ég ætlaði að haga mér eftir því, hvernig mér líkaði þarna í Tungu. Ef til vill yrði ég aðeins ai-ið, og lengur en þrjú ár yrði ég aldrei. Eldri fóstursystir mín hét Rósa. Hún var heitmær mín. Rósa grét þegar ég kvaddi hana, og við sögðum hitt og þetta, e'ns og gerist þegar elskendur kveðjast. Svo lagði ég af stað 1 áttina til heiðarinnar, og tvær tilfinningar toguðust á í sál ^inni: söknuður og von. Hvorug þeirra náði yfirhöndinni ^eðan ég sá sveitina mína, en með henni hvarf söknuðurinn að i^estu, og ég hraðaði för minni norður yfir snæviþakta heiðina. I Tungu kyntist ég mörgu, sem ég hafði ekki áður þekt. Þar var stórt heimili og mannmargt, og þó það væri langt lnni í landi, var þar margt í nýstárlegu horfi. Hallur var ekkju- ^iaður og bjó með ráðskonu. Hann hafði í mörg horn að líta °3 fór mjög að heiman, enda sáust merki þess í mörgu. ^óttir hans gjafvaxta var á heimilinu. Hún hét Hildur og var einbirni. Ekki hafði ég þá kynst mörgum konum um dagana eina stúlkan, sem ég þekti verulega, var Rósa — og ég hafði þá skoðun, að þær væru yfirleitt veiklyndar og ekkert nema gæðin. En ekki var ég lengi búinn að vera með Hildi, he8ar ég varð þess var, að hún var hvorki verulega góðgjörn né tví síður veiklynd. Hildur var glæsileg kona að útliti og frjálsleg 1 framkomu. Hversdagslega var hún kát og gáskafull, og gat verið meinyrt. Hún hafði fengið meiri mentun en títt var um hændadætur á þeim árum. Hún var búin að vera í kaupstað, en það hefur löngum þótt frami fyrir sveitastúlkur. Einnig hafði hún verið við nám hjá myndarkonu þar í sveitinni, móður Ágústs á Grenjabrekku, sem þú kannast við. Hann var þá fyrirvinna hjá móður sinni. Eg sá það líka fljótt, að griðkonurnar í Tungu voru öðru- v>si en Rósa. Þær dróu allar dám af heimasætunni, hver á Slnn hátt. Féll mér í fyrstu ekki sem bezt við allar þessar ^rósir, en er frá leið vandist ég þeim vel. Enginn karlmaður Var á æskuskeiði í Tungu um þessar mundir, nema ég og annar piltur, sem lítið lét á sér bera«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.