Eimreiðin - 01.07.1926, Blaðsíða 110
286
RITSJÁ
EIMREIDIN
sem viö stjórn þess hafa verið riðnir, og loks fylgja nokkrar góðar
myndir af starfsmönnum og húsum félagsins.
Jónas Þorbergsson, ritstjóri á Akureyri, hefur samið ritið.
THE OXFORD BOOK OF SCANDINAVIAN VERSE. Oxford 1925.
Bók þessi er úrval úr Ijóðagerð Norðurlanda (á frummálunum) þr)®r
síðustu aldirnar, gefin út af hinu nafnkunna forlagi „Clarendon Press •
Hefur Sir Edmund Gosse séð um valið á dönsku, norsku og saenska
ljóðunum og ritað inngang að hverjum flokknum um sig. En prófessor
W. A. Craigie hefur séð um valið á íslenzku ljóðunum og ritað innganS
að þeim, um íslenzka ljóðagerð. Gefur ritgerð þessi, þótt stutt sé, Solt
yfirlit yfir sérkenni íslenzkrar ljóðlistar og helztu ljóðskáld vor, al* ^ra
Eysteini Ásgrímssyni til þeirra Stephans G. Stephanssonar og Einar5
Benediktssonar. í vali sínu á Ijóðunum segist próf. Craigie hafa fY^S1
þeirri reglu að taka aðeins þau kvæði, sem væru sérstaklega íslenzk að
efni og formi og að ganga sem mest á snið við pungskilin kvæði,
þess að gera ekki enskum lesendum of erfitt fyrir með lesturinn. M°rS
af okkar beztu og efnismestu kvæðum vanta því eðlilega í safnið. Annars
virðist valið af mikilli smekkvísi, og er hið íslenzka úrval að allri tilt°'u
jafnítarlegt og hinna Norðurlanda-þjóðanna. Það hefst á kvæði Stefán5
Ólafssonar: Meyjarmissiv og endar á kvæði Hannesar Hafstein: Skarp
héðinn í bvennunni.
ISLANDICA, Volume XVI. Eggevt Ólafsson by Halldóv Hermanns-
son, Ithaca, New-York, 1925.
Að þessu sinni flytur Islandica æfisögu Eggerts Ólafssonar ritaða a
Halldóri Hermannssyni, og hefst hún á örstuttu sögulegu yfirliti, Þar sen
því er meðal annars Iýst, hvernig íslenzk handrit komust í hendur útlen^
inga, einkum Dana. Eins og kunnugt er, mátti svo heita, að um m>ðl
18. öld væri búið að rýja þjóðina öllum þeim mikla handritaauði, sen
var í eigu hennar. Um þetta farast höf. þannig orð (bls. 6): „ísIenZ^
þjóðin átti engin minnismerki né listaverk frá liðnum öldum. Endurrnin'
ingin um syni hennar og sögu var varðveitt á bókfelli og pappír. MinnlS
merki hennar voru bókmentaleg. Nú hafði hún verið svift þeim, °9 v
því eins ástatt fyrir henni eins og verið hefði um ítölsku þjóðina, ef 'lU
hefði verið svift fornum minnismerkjum sínum, höggmyndum, málverkun'
hartdritum".
Hinn 1. dezember í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu Egger's